is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31131

Titill: 
 • Myndlist og hönnun, grunnur fyrir sköpun : námsefni í listgreinum í framhaldsskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð ásamt vefsíðu er 30 eininga (ECTS) lokaverkfni til M.Ed. -prófs í kennslufræðum á hug-og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Verkefnið skiptist í heimildaritgerð og vefsíðu sem inniheldur hugmyndir af verkefnum. Verkefnin á vefsíðunni eru ætluð nemendum á myndlistarbraut á framhaldsskólastigi og vefsíðan hugsuð sem hugmyndabanki sem inniheldur verkefni og fróðleik. Hugsunin bakvið þetta lokaverkefni var að búa til hugmyndabanka með kennsluefni sem gæti nýst mér og öðrum kennurum í framtíðinni. Námsefnið ætla ég að vinna útfrá hugtakinu sköpun með hugtakið sjálfbærni til hliðsjónar. Hugtökin falla undir grunnþættina sex sem Aðalnámskrá framhaldsskóla byggir á. Námsefnið er í formi verkefna og hefur það markmið að efla sköpun hjá nemendum. Námsefninu er skipti niður í fimm kafla, formfræði, litafræði, samsetningu, skynjun og sköpun. Í hverjum kafla eru þrjú verkefni fyrir þrjú mismunandi hæfniþrep, samtals níu verkefni í hverjum kafla og 45 verkefni í heildina. Fög eins og formfræði og litafræði byggja á gömlum og gildum reglum, sem ég byggi á við gerð námsefnisins. Markmiðið er að leita leiða til að koma með tillögur að verkefnum sem byggja á nýrri nálgun og nýjum áherslum. Heimildaritgerðin gerir grein fyrir helstu hugtökum, efnisþáttum og áherslum námsefnisins. Ég mun fjalla um undirstöðuatriði sjónlista, ég mun kynna mér gildi skapandi hugsunar og hvernig myndlist og hönnun tengjast. Ég mun einnig skoða hugmyndir Wucius Wong um formfræði og myndbyggingu og helstu áherslur litafræðinnar. Ég mun einnig gera stuttlega grein fyrir sögu listnáms og styðst þar við bók Arthur D. Efland A History of Art Education frá 1990. Enn fremur mun ég fjalla um listgreinakennslu á Íslandi og velta upp spurningum um hvaða kosti listgreinakennarinn þarf að bera með sér. Ég styðst við kennslufræði listkennslu og byggi aðalega á hugmyndum Elliots Eisner um fagmiðaða listkennslu (e. DBAE - Discipline-based art education), eins og hann setur þær fram í bók sinni The Arts and the Creation of Mind. Einnig verður fjallað um kennsluaðferðir sem ríma við hugmyndafræði bókarinnar Think Wrong frá árinu 2016 eftir Bielenberg og fl. Ég mun einnig skoða það sem kemur fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla um þrepaskiptingu náms, lærdómsviðmið og grunnþætti menntunar.

 • Útdráttur er á ensku

  In the fall of 2016 I got to teach a couple of classes at Menntaskólinn in Egilsstöðum, I had the freedom to design the teaching materials and organize the lessons, and there the idea was born to develop with that work, gain more knowledge and to create study material that could be used in the future. This essay as well as the website is a 30 unit (ECTS) final project for M.Ed. degree in teaching from the University of Akureyri. The project is divided into an essay and a website that contains ideas of projects to use in art teaching. The assignments on the website are intended for students at the upper secondary level. The website is conceived as an idea bank for projects and information. I
  created projects with the aim of increasing opportunities for creativity, the tasks are divided according to the sections of theology, lithology, composition, perception and creation and within each chapter, the assignments are divided according to the level of competence, the projects are 45 in total. The idea behind this final project was to create an inspirational website of teaching materials and projects that could be useful to me and other teachers in the future. In my opinion there is a need for teaching materials for teachers that teach art in the upper secondary level. In the theoretical part, I am discussing the value of creative thinking, I will review the history of art education, I will look in to the ideas of Elliots Eisner (2002) about discipline-based art education. And also look in to the thoughts of Wucius Wong (1993) about design, formology and composition. The teaching material will also be viewed in the light of what is stated in the Icelandic curriculum, about the skill levels, learning outcomes and the basic
  element of education.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Myndlist og hönnun, grunnur fyrir sköpun. M.ed ritgerð.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna