is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31132

Titill: 
 • Ræðum um sjálfbærni : kennsluefni fyrir unglingastig
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta inniheldur þverfaglegt kennsluskipulag um verkefnavinnu
  tengda Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sjálfbærri þróun. Í
  aðalnámskrá grunnskóla er sjálfbærni ein af sex grunnstoðum menntunar. Með
  sjálfbærnimenntun að leiðarljósi á að skapa samábyrgt samfélag þar sem fólk
  er meðvitað um mikilvægi umburðarlyndis, réttlætis og hófsemi og tengjast
  umhverfi sínu og náttúru. Nemendur þurfa að öðlast getu til aðgerða og þurfa
  því þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem þeir læra að axla ábyrgð,
  taka ákvarðanir og finna lausnir á raunverulegum vandamálum.
  Höfundur byrjar á að fara stuttlega yfir mikilvægi sjálfbærrar þróunar,
  sjálfbærni og menntun til sjálfbærni. Þar á eftir eru færð rök fyrir því hvers
  vegna höfundur telur samvinnunám og lausnaleitarnám vera náms- og
  kennsluaðferðir sem henta sjálfbærnimenntun og þar af leiðandi skipulagi
  þessa verkefnis. Því næst tekur við kafli um námsmat og rök færð fyrir
  mikilvægi leiðsagnarmats til að efla og styrkja nemendur sem virka
  samfélagsþegna. Að þessu loknu er skipulagið sjálft sett fram. Höfundur leitast
  við að aðgerðabinda markmið sjálfbærnimenntunar aðalnámskrár grunnskóla
  og flétta því saman við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra
  þróun. Kennsluefnið er sett upp í sjö kafla eða sjö þemu. Þemun eru:
  1. Sjálfbær þróun og heimsmarkmiðin – að vekja áhuga á málefninu
  2. Er fátækt á Íslandi? – hvað einkennir lífsskilyrði manna?
  3. Sjálfbært hagkerfi – lifir mannfólkið í takt við náttúruna?
  4. Nýsköpun – finnum nýjar leiðir!
  5. Jafnrétti – er heimurinn sanngjarn?
  6. Umhverfið – höfum við misst tengingu við náttúruna?
  7. Ábyrg neysla – til hvers að vera læs á fjármál?
  Hvert kennsluskipulag hefur forsíðu með upplýsingum sem tengjast
  kennsluskipulaginu, þar er talið upp heimsmarkmið, fjöldi kennslustunda,
  aldursstig, námsgreinar, gögn, kennsluaðferðir, hæfniviðmið úr aðalnámskrá
  grunnskóla, markmið fyrir nemendur og gagnlegar vefsíður. Þar á eftir er
  innihaldi hverar kennslustundar lýst ítarlega, greint frá hlutverki nemenda og
  markmiði kennara fyrir hvert verkefni.

 • Útdráttur er á ensku

  This project contains interdisciplinary teaching material about tasks related to
  the Sustainable Development Goals (SDG´s). The purpose of sustainability
  education is to create shared responsibility within societies in a way that people
  can become aware of the importance of tolerance, justice and moderation, and
  relate to their environment and nature. Students need to be able to take action
  and therefore need training in democratic working practices, as they learn to
  take responsibility, make decisions and find solutions to real problems.
  The author begins by discussing the importance of sustainable
  development, sustainability and education for sustainability. Then he explains
  why he considers cooperative learning and problem based learning suitable
  methods for sustainability education and, therefore, for this project. After that
  there is a chapter on assessment where the importance of formative assessment
  is highlighted. Finally the teaching material is presented. The author attempts
  to operationalize the goals of sustainability education that are put forth in the
  Icelandic school curricula and connect them to the Sustainable Development
  Goals using icelandic material and UN‘s World largest lesson as inspiraton.
  The teaching material is set up in seven sections or seven themes. The themes
  are:
  1. SDG – Introducing the issue
  2. Does poverty exist in Iceland? – What characterizes human living
  conditions?
  3. Sustainable economy – Do human beings live in harmony with
  nature?
  4. Innovation – Let’s find new ways!
  5. Equality – Is the world a fair place?
  6. The environment – Have we lost connection to nature?
  7. Responsible Consumption – Why is it important?
  Each and every section has an informative cover page showing what
  global goals are related to the theme; how many lessons there are; what
  student´s age is relevant; which subjects are possible to connect to the theme
  and what teaching method. There are also indications how teachers can relate
  the theme to the Icelandic school curricula, objectives for students and useful

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_DrífaGuðmundsdóttir_LokaÚtgáfa skila 1.juni.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna