is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31133

Titill: 
 • Sálfræðispilið : þróun námsspils fyrir sálfræðinema á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjölbreytni í kennsluháttum er þáttur sem mælst er til að allir skólar á Íslandi taki mið af við skipulagningu náms og kennslu. Til að koma til móts við fjölbreyttan hóp nemenda hafa margir kennarar gripið til óhefðbundinna kennsluhátta. Námsspil eru ein þeirra aðferða sem hægt er að nýta sér í þeim tilgangi. Skortur er á námsspilum sem henta til kennslu nemenda á framhaldsskólastigi og hafa engin slík spil verið hönnuð fyrir sálfræðinemendur, hvorki á Íslandi né erlendis. Markmið verkefnisins var hönnun frumútgáfu (e. prototype) námsspils fyrir sálfræðinema á framhaldsskólastigi og prófun á frumútgáfu spilsins með frekari þróun spilsins í huga. Unnið var að hönnun námsspils úr námsefni sem kennt er í inngangsáfanga að sálfræði á framhaldsskólastigi. Hönnun spilsins er lýst, allt frá hugmyndavinnu, myndvinnslu og prentun frumútgáfu, til prófunarferlisins sem er einnig mikilvægur þáttur í hönnunarferlinu.
  Prófun frumútgáfu var gerð með fjórum mismunandi prófunarhópum. Í einum hópnum voru sérfræðingar sem lokið höfðu háskólanámi í sálfræði. Í hinum þremur hópunum voru nemendur í framhaldsskóla, þar af voru í einum nemendur í inngangsáfanga að sálfræði. Allir hóparnir voru fengnir til að spila spilið. Aðferðum hugarferlaviðtala (e. cognitive interviewing), hugsað upphátt (e. think-aloud) og spurnaraðferðinni (e. probing) var beitt til að fylgjast með því hvernig þátttakendum gekk að skilja þær spurningar sem settar voru fram í spilinu og fyrirmæli spilsins.
  Að prófunum loknum voru skoðuð þau vandamál sem komu upp við spilun og lagt mat á hvort þau væru þess eðlis að breyta þyrfti spilinu fyrir lokahönnun spilsins.

 • Útdráttur er á ensku

  Primary and secondary schools in Iceland are expected to incorporate varied teaching methods in their curricula. Many teachers have resorted to unconventional teaching methods to cater to diverse group of students. Using educational board games is a useful method for that purpose. Currently, there is a noticeable lack of educational board games suitable for students at secondary school level, and no such board games have been published in Iceland.
  The goal was to design and test a prototype of an educational board game for students studying psychology at a secondary school level focusing on further development of the game.
  The content of the board game was designed using academic content from an introductory course in psychology. The game design is described from establishing the basic design criteria, art work design and manufacturing a prototype to gametesting which is an important part of the process of designing a boardgame.
  The board game was tested by four different groups of game testers. One group was made up of subject matter experts (SMEs) where all testers had completed a degree in psychology at a university level. The other three groups were made up of students from a secondary school, out of which one was made up of the target audience, namely students taking an introductory course in psychology. All groups were asked to play the board game. Cognitive methods, think-aloud and probing, were used to monitor the gameplayers while playing evaluating if they were able to understand the game questions and instructions.
  All issues that came up while playing the boardgame during game testing were gathered and taken into account when deciding on what changes should be done for the final design of the board game.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.06.2038.
Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sálfræðispilið. Heildartexti .docx.pdf1.23 MBLokaður til...01.06.2038HeildartextiPDF
Efnisyfirlit. Sálfræðispilið.pdf270.78 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá. Sálfræðispilið.pdf333.34 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna