is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31136

Titill: 
 • Nýjar væntingar : hvernig get ég nýtt upplýsingatækni til að bæta nám nemenda minna?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er gerð grein fyrir starfendarannsókn sem höfundur vann í tengslum við eigin kennslu og hafði að markmiði að rannsaka hvernig nýta mætti upplýsingatækni til að stuðla að betra námi og upplifun nemenda í kennslustundum. Þáttakendur voru nemendur í rafmagnsfræði við grunndeild rafiðna í Verkmenntaskólanum á Akureyri haustið 2017 og voru þeir á aldrinum 17-23 ára. Hannað var rafrænt námsefni með það að markmiði að stuðla að virkni, dýpra námi, auknum áhuga og skemmtun nemenda í kennslustundum. Fylgst var með stafrænni hæfni nemenda og mat lagt á hvernig rafrænt námsumhverfi nýtist til námsmats. Upplifun kennara var greind með hliðsjón af sjálfstrausti og álagi sem fylgir innleiðingu nýrra kennsluhátta og kennslustundir voru rýndar af samkennara.
  Helstu niðurstöður voru að upplýsingatækni sem býður upp á gagnvirkni í kennslustundum stuðlaði að virkni nemenda og skapaði tækifæri til endurgjafar í formi leiðsagnarmats. Nemendur töldu sjálfir að notkun á upplýsingatækni í náminu hefði aukið áhuga og hjálpað þeim að halda athyglinni í kennslustundum. Skemmtanagildi hafði áhrif á alla aðra þætti í upplifun nemenda en tæknilega flókin verkefni drógu úr sjálfstrausti kennarans sem aftur kom niður á upplifun nemenda.
  Helstu ályktanir eru að skipulag og kennslufræði skipta höfuðmáli þegar nota á upplýsingatækni til að bæta nám. Því er mikilvægt að fylgjast með og greina áhrif innleiðingar af tækninotkun í skólastofunni og starfendarannsókn er að mati höfundar árangursrík leið til þess. Við notkun á upplýsingatækni skapast tækifæri til að virkja áhuga nemenda með verkefnum sem byggja á tækni samtímans, myndrænni framsetningu og rauntímaendurgjöf. Viðbrögð nemenda í rannsókninni við rafrænu námsefni gefa ennfremur tilefni til að álykta að nemendur hafi væntingar um að geta nýtt upplýsingatækni í námi sínu og búi yfir stafrænni hæfni sem þeir bíða eftir að geta nýtt í náminu.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis reports an action research conducted by the author with the aim of exploring, through own teaching, how ICT technology can be used to promote better learning and better student experience. The participants selected for the research were students, 17-23 years old, enrolled in an electricity course at the Akureyri Comprehensive College in the autumn of 2017. ICT based teaching material was designed to promote student activity, deeper learning, motivation and entertainment for students in class lessons. Teachers' experience was analyzed in terms of self-confidence when introducing new teaching practices and classroom lessons were reviewed by a co-teacher. The students' digital skills were monitored and the electronic learning platform was evaluated with regard to how it worked for assessment.
  The findings were that information technology that offers interactive lessons in classrooms contributed to student activity and created opportunity for feedback in the form of formative assessment. Students themselves considered that the use of ICT in their learning increased motivation and helped them to pay attention to lessons. Student entertainment influenced all other aspects of student experience, but technically complex tasks reduced teacher confidence and, as a consequence, positive student experience.
  The main conclusions are are that good structure and pedagogy is crucial when using ICT to improve learning. Therefore, it is important to monitor and analyze the impact of the integration of technology use in the classroom and an action research serves as an effective way to do so. Use of information technology creates opportunities to stimulate student motivation with projects based on current technology, visual presentation and real-time assessment. Students' feedback on the ICT learning materials used in the research process also gives reason to conclude that students have expectations to be able to utilize information technology in their learning, and they are wating to be able to use their digital skills in their studies.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur_Eiríksson_Nýjar_væntingar_HA_V2018.pdf4.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna