is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31137

Titill: 
  • Sofðu rótt : tengsl svefnvenja unglinga og þekkingar þeirra á svefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Svefn er öllum manneskjum nauðsynlegur. Hann er flókið lífeðlislegt ferli sem er ákaflega viðkvæmt fyrir hvers kyns röskunum. Ófullnægjandi svefn getur haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar en hann getur meðal annars haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Svefn er sérstaklega mikilvægur unglingum en rannsóknir sýna að stór hluti unglinga fær ekki nægan svefn. Ófullnægjandi svefn unglinga er gjarnan rakinn til svefnvenja en margir unglingar temja sér slæmar svefnvenjur. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem leita þarf lausna við. Markmið þessarar rannsóknar var að skýra frá svefnvenjum unglinga í 8.10. bekk í grunnskólum á landsbyggðinni, skoða hvort tengsl væru milli svefnvenja og þekkingar þeirra á svefni og hvort góð þekking á svefni stuðlaði að betri svefnvenjum. Meginmarkmiðið var þannig að varpa ljósi á hvort kennsla um svefn í grunnskólum stuðlaði að bættum svefnvenjum meðal unglinga sem myndu skila sér í betri svefni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum kennslu um svefn á svefnvenjur gefa ólíkar niðurstöður. Sumar þeirra gefa til dæmis til kynna að svefnkennsla stuðli að bættum svefnvenjum en aðrar benda til þess að kennsla um svefn hafi engin áhrif á svefnvenjur. Rannsóknin var megindleg og notast var við spurningalista með lokuðum spurningum til að afla upplýsinga um svefnvenjur þátttakenda. Fjölvalspróf með einum réttum svarmöguleika var notað til að varpa ljósi á þekkingu þeirra á svefni. Þátttakendur voru 142 unglingar úr sex grunnskólum á landsbyggðinni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þátttakendur höfðu tamið sér betri svefnvenjur en margir aðrir unglingar. Þær bentu jafnframt til að engin marktæk fylgni reyndist vera milli þekkingar á svefni og svefnvenja. Þar af leiðandi virðist góð þekking á svefni ekki endilega stuðla að betri svefnvenjum meðal unglinga ef marka má þessa rannsókn. Sökum þess hversu fáir tóku þátt í rannsókninni skal taka niðurstöðunum með fyrirvara. Rannsakandi telur brýnt að rannsaka þetta frekar, með stærra úrtaki, því ýmislegt bendir til að finna þurfi leiðir til þess að bæta svefn unglinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Sleep is essential for everyone. Sleep is a highly complex state that is very vulnerable to disruption of any kind. Insufficient sleep can have serious consequences, including mental and physical health problems. Sleep is particularly crucial for adolescents, but studies have shown that a large proportion of them do not get enough sleep. Inadequate sleep among adolescents is often linked to poor sleep hygiene. This is a global problem that needs to be solved. The aim of this study was to shed light on sleep hygiene among students in 8th to 10th grade in compulsory schools outside of the capital region in Iceland, examine the relationship between sleep hygiene on one hand and knowledge about sleep in the other hand, and whether good sleep knowledge leads to better sleep and sleep hygiene. Previous studies that have examined the effects of sleep knowledge on sleep hygiene give different results, therefore it is worth to examining this relationship further. The study was quantitative and a questionnaire with closed questions was used to gather information about the participants sleep hygiene. Multiple choice test was used when gathering information about sleep knowledge. Participants were 142 students from six compulsory schools outside the capital region. The findings indicate that participants generally have better sleep hygiene than many adolescents. No significant correlation was found between sleep hygiene and sleep knowledge. As a result, judging from this study, good sleep knowledge seems not to contribute to better sleep hygiene and better sleep among adolescents. Due to the small number of participants involved in the study, the findings should be interpreted with caution. The researcher considers it necessary to study this further, with a larger sample, because of the great need of finding ways to improve sleep of adolescents.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna Hlín - M.Ed. ritgerð.pdf873.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna