is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31140

Titill: 
 • „Eina sem þú þarft að vera með er tölvan“ : viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á haustönn 2017 hóf rannsakandi vettvangsnám í grunnskóla á Íslandi á lokaári sínu í meistaranámi í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þegar stutt var liðið á 15 vikna vettvangsnámið var tekin ákvörðun í skólanum að fjárfesta í Chromebook fartölvum fyrir tvo árganga skólans á unglingastigi. Þar með fengu allir nemendur árganganna tveggja aðgang að eigin tölvu til notkunar í skólanum. Fengin reynsla af innleiðingu fartölvanna varð kveikjan að þessari meistaraprófsritgerð.
  Tilgangur ritgerðarinnar var að skoða hvernig til hefur tekist með innleiðingu tölvanna en tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við nemendur annars árgangsins. Einnig voru tekin viðtöl við báða umsjónarkennara árgangsins ásamt skólastjóra skólans. Markmið ritgerðarinnar var að komast að viðhorfi nemenda til notkunar Chromebook fartölvanna í sínu námi, hvaða áhrif hún hafði haft á kennsluhætti kennara og að lokum hver framtíðarsýn skólastjórans var fyrir upplýsingatækni í skólanum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að tölvurnar höfðu jákvæð áhrif á áhuga nemenda á námi sínu og fannst þeim mikill kostur að geta notað tölvurnar til að afla sér upplýsinga á netinu. Nemendur voru einnig hrifnir af Google umhverfinu og sögðu það auðvelda þeim skipulagningu á sínu námi. Þeir nefndu að ritun væri hraðari og skilvirkari en sögðu samt sem áður að tölvunotkunin drægi úr einbeitingu og að óheppilegt væri að mega ekki fara með tölvurnar heim. Kennsluhættir kennaranna höfðu orðið fyrir einhverjum áhrifum af innleiðingu Chromebook tölvanna en greina mátti ákveðna þróun og áhuga á því að nota tölvurnar til að stuðla að einstaklings- og nemendamiðaðri kennslu. Kennararnir viðurkenndu þó að áhrif tölvanna á þeirra kennsluhætti væri stutt á veg komin en með meiri þjálfun og reynslu væri hægt að byrja að leita nýrra leiða til að nýta tölvutæknina í kennslu og námi. Framtíðarsýn skólastjórans er sú að á haustönn 2019 ættu allir nemendur 7.–10. bekkjar skólans að vera komnir með sína eigin Chromebook fartölvu sem myndi hlúa að því markmiði hans að einstaklingsmiða nám og þróa áfram kennsluhætti kennara skólans.

 • Útdráttur er á ensku

  At the start of autumn semester 2017 the researcher started field work and teaching practice in an elementary school in Iceland as part of his final year in educational studies at the University of Akureyri. When the semester had recently begun the school decided to purchase Chromebook laptops for two classes. As a result, every student in those classes got their own laptop for their own use at school time. That experience became the motivation for this master’s thesis.
  The purpose of this thesis was to examine the results of the integration. The research was based on a qualitative approach in the form of two focus groups with students and one focus group with both teachers of the class. There was also conducted an interview with the school’s principal. The aim of this thesis was to learn the students view on laptops usage in their studies, what influence the usage had on the teacher’s pedagogy and lastly what is the principal’s ambitions for technology at the school.
  The results of the research were that the laptops usage had positive effects on the student’s interest in their studies. The students felt the laptops advantages were to be able to access information quicker via the internet. The students were also impressed by the Google environment and said that it enables them to organize their studies better. They said that typing was faster and more effective. The main drawbacks to laptops usage according to the students were poor internet connectivity at the school, lack of concentration and that they are not allowed to bring the laptops with them home. The teacher’s pedagogy was in some ways affected and there was a sign of development and interest to use the laptops to encourage more individualized and student-centered teaching methods. They however admitted that the laptops effect on their pedagogy was in the beginning stages and said that they need more practice and experience to seek new ways to incorporate laptops usage in the classroom. The principal’s plan was that at the start of autumn semester of 2019 all students in 7. – 10. classes should have their
  own Chromebook laptop which will help the principal’s goal to individualize student’s studies and help develop teacher’s pedagogies.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Eina sem þú þarft að vera með er tölvan“ - Jón Heiðar Magnússon.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna