is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31141

Titill: 
 • Námsárangur afreksíþróttakrakka : hvenær er æfingarálag of mikið?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Til að ná langt í íþróttum þarf að leggja mikið á sig og hefur æfingarálag ungra íþróttakrakka aukist töluvert undanfarin ár. Börn eru því farin að eyða meiri tíma við æfingar en áður og kostar það meiri tíma fyrir þau. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort þau börn sem eru að æfa sína íþrótt af miklu kappi séu að standa sig vel í námi og hvort að sá tími sem fari í íþróttaiðkunina sé að taka toll af náminu. Þá var leitast eftir því að kanna hvort einhver þröskuldur væri fyrir fjölda klukkustunda á viku sem börn gætu æft sína íþrótt án þess að það myndi bitna á náminu.
  Sú aðferð sem var fyrir valinu fyrir þessa rannsókn var eigindleg rannsóknaraðferð en tekin voru einstaklingsviðtöl við 12 nemendur og þrjá kennara. Nemendurnir voru valdir með tilgangsúrtaki í samráði við yfirþjálfara fjögurra íþróttagreina en þessir iðkendur eru að stunda sína íþrótt af miklu kappi og undir álagi og eru á aldrinum 14 til 16 ára.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þann veg að allir nemendurnir voru að æfa meira en það sem kennarar töldu vera hæfilegt æfingarálag fyrir börn á þessum aldri. Þeir nemendur sem æfðu sína íþrótt í 16 til 20 klukkustundir á viku voru þeir nemendur sem voru með hæstu meðaleinkunnina í stærðfræði, ensku og íslensku. Þegar nemendur voru farnir að æfa meira en 20 klukkustundir á viku fóru einkunnir að versna. Kennarar töldu almennt að íþróttir gerðu börnunum gott og að þau börn sem stunduðu íþróttir þróuðu með sér vissa eiginleika sem hjálpuðu þeim í námi og gerðu þau að betri námsmönnum. Of mikið álag í íþróttunum gæti hins vegar leitt til stress og erfiðleika í skóla ásamt þreytu meðal barnanna.
  Erfitt er að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem úrtakið er frekar lítið en eru niðurstöður þó í samræmi við þær rannsóknir sem fjallað er um í ritgerðinni. Frekari rannsókna er þörf til að meta hvar sá þröskuldur liggur fyrir hæfilegt æfingarálag nemenda og hvenær íþróttaiðkun verður of mikil og fer að hafa neikvæð áhrif á námsárangur.

 • Útdráttur er á ensku

  Great determination is needed to succeed in sports, which in the recent
  years has led to increased training intensity amongst children in sports. The result of it has children spending a lot more time practicing their sport. The aim of this study was to see if children who actively practice a sport, are living up to standards in their studies, and if the time they use to attend their sport has negative effects on the studies. The study also examined if there was a specific threshold of the numbers of hours every week for kids to attend their sports without it effecting their studies.
  The methodology was a qualitative approach where twelve individual
  interviews were conducted with students and three with teachers. The
  students were chosen with purposeful sampling in consultation with head
  coaches in four different sports. The children all practice their sport actively under immense pressure and are from the age of 14 to 16.
  The results showed that all the students practice more than their
  teachers deemed suitable for children at this age. The students who practiced 16 to 20 hours per week were the students with the highest average grade in math, English and Icelandic. The study showed connection between practicing more than 20 hours per week and falling grades. Generally, the teachers felt that sports had good effects on children and those who practiced sports developed certain characteristics who helped them in their studies and made them better students. However, too much intensity from their sports could also lead to stress and difficulties in school in addition to tiredness amongst the students. Because of the small sample in this study, it is difficult to generalize the results to other research discussed in this thesis. More research is needed to evaluate the appropriate threshold for numbers of hours spent in sports and when it negatively effects student’s studies.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JónHeiðarSigurðsson_kennaradeildHA_2018_lokaskil29.maí.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna