is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31142

Titill: 
  • Þekking foreldra á lestrarnámi : er þörf á bættri fræðslu og auknum stuðningi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á stöðu foreldra í lestrarnámi barna sinna, hvort þeir fái þann stuðning sem þeir telja sig þurfa og hvort þörf sé á að bæta fræðslu og aðstoð til foreldra svo þeir geti orðið virkari þátttakendur í námi barnanna. Það er mikilvægt fyrir góðan námsárangur að foreldrar styðji við og taki virkan þátt í námi barna sinna og til þess þarf samstarf milli heimilis og skóla að vera gott. Með verkefninu er lagt mat á hvort umbóta sé þörf.
    Rannsóknin var megindleg þar sem stuðst var við gögn er söfnuðust í rannsókn er tengist Byrjendalæsi. Sjónum var beint að spurningum úr þeim hluta spurningalista, sem sendur var til foreldra, er tengdust þekkingu foreldra á þáttum lestrarnáms, ánægju þeirra með þann stuðning sem þeir fá og hvort þeir teldu sig þurfa á meiri stuðningi að halda. Notast var við SPSS tölfræðiforrit við úrvinnsluna og greint frá niðurstöðum með bæði lýsandi- og ályktunartölfræði.
    Meginniðurstöður sýndu að þekking foreldra var mismikil á þáttum lestrarnáms. Foreldrar vissu ekki mikið um þætti er varða skipulag náms og kennslu né samstarf og samskipti en vissu þeim mun meira um þætti er sneru að börnunum sjálfum eins og þörfum þeirra, líðan og ástundun í náminu. Jafnframt sýndu niðurstöður að foreldrar voru frekar ánægðir með þann stuðning sem þeir fá og að enn fleiri voru óvissir um hvort þeir vildu fá meiri stuðning en þeir fá nú þegar. Einnig kom í ljós að þeir foreldrar sem töldu sig hafa mikla þekkingu töldu sig þurfa minni aðstoð með lestrarnám barna sinna en aðrir foreldrar.
    Út frá rannsókninni má álykta að þörf sé á frekari fræðslu og upplýsingum til foreldra um ákveðna þætti lestrarnámsins ásamt því að kynna þurfi betur fyrir foreldrum hvers konar stuðningur er í boði og hvað þeir geti gert til að styðja við börn sín. Kennarar ættu að geta framkvæmt þessar umbætur með því að bæta samstarfið milli heimila og skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this project was to highlight the role parents have in their children´s literacy education, to see if they receive the support they consider necessary and if improvement in education and support to parents is needed so they can become more active participants in their children´s education. It is important for academic success that parents show support and active participation in their children´s education and for that to be achieved there needs to be a good collaboration between home and school. The project assesses if there is need for improvement.
    The study was quantitative as it used data that was gathered in a study regarding Byrjendalæsi. The focus was on questions from the parents‘ questionnaire that were related to parents‘ knowledge on the subject of literacy education, their satisfaction with the support they receive and whether they think more support is required. SPSS statistical program was used for processing and the results were presented with both descriptive and inferential statistics.
    The main findings show that parents‘ knowledge varies on aspects in literacy education. Parents did not know much about aspects of how learning and teaching is organized nor on collaboration or communication, but knew much more about the aspects concerning their children, like their needs, how they feel and pursuit in education. The results also showed that parents were pleased with the support they receive and that even more parents were uncertain whether they wanted more support than they already get.
    Furthermore, the results showed that parents who considered themselves to have high knowledge feel they need less support with their children´s literacy education than other parents.
    From the study it can be concluded that there is a need for further education and information to parents about certain aspects of literacy education, as well as informing parents better on what support is available and what they can do to support their children. Teachers should be able to make these changes by improving collaboration between home and school.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JónínaRakel_Þekkingforeldraálestrarnámi_skemman.pdf872,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna