is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31143

Titill: 
  • Er app til happs? : hvernig má efla íþróttakennslu á framhaldsskólastigi með heilsutengdum smáforritum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Framhaldsskólunum er falið samkvæmt Aðalnámsskrá framhaldsskóla að kenna þá grein sem í daglegu tali er kölluð íþróttir. Í námsskránni heitir þessi faggrein íþróttir, líkams- og heilsurækt og þar skal kenna heilsurækt, mataræði og áhrif hreyfingar á heilsu. Að námi loknu skulu nemendur vera færir um að taka ábyrgð á eigin heilsu og gera sér grein fyrir áhrifum hreyfingar og mataræðis á heilsufar.
    Mikilvægi framhaldsskólanna í fræðslu um heilbrigðan lífsstíl er mikið og getur verið einn af lykilþáttum í því að snúa við þeirri þróun sem hefur verið á Vesturlöndum síðustu áratugi en með því er átt við mikla þyngdaraukningu og minni líkamlega hreyfingu einstaklinga.
    Þar sem nemendur eru mjög fjölbreyttur og litríkur hópur getur verið flókið fyrir kennara og skólayfirvöld að ná til þeirra allra. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni „Er mögulegt að nota snjalltæki og smáforrit til að hvetja nemendur í framhaldsskólum til þess að stunda hreyfingu og sérstaklega þá sem hafa lítinn áhuga á íþróttum og heilsueflingu?“
    Öflun gagna fór fram með rýni í rannsóknir sem áður hafa verið gerðar. Lesnar voru bæði innlendar og erlendar greinar, rannsóknir af öllu tagi og skýrslur sem hafa verið gefnar út af opinberum aðilum.
    Niðurstöður verkefnisins eru þær að erlendar rannsóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli notkunar heilsutengdra smáforrita og hreyfingar. Mögulegt er að yfirfæra þá þekkingu yfir á íslenska framhaldsskólanemendur og nota smáforrit í íþróttakennslu í framhaldsskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    According to the Icelandic Curriculum Guide for Upper Secondary School
    students sports is a required subject. It includes exercises, health studies and nutrition classes and when gratuated, students are supposed to recognize the positive and negative effects of varieties of lifestyle choices with encouragement of living a healthy life. When gratuated, students should have the ability to maintain a healthy lifestyle.
    For the past few decades Western population's health has been declining
    and a structured and sufficient health education at the Upper Secondary School level is an important key in the attempt of increasing exercise and reversing the effects of unhealthy lifestyle choices. Students are a diverse group of people and that raises the level of complexity in regards of methods in reaching the group successfully. This thesis focuses on the group of students that seem to be uninterested in the field of health and welfare in attempt to activating them. The thesis question is as following: “Is there a way to connect to, and activate the group of students uninterested in health and welfare, through smart
    devices and/or apps?”
    The thesis research method is based on research and reports review, both
    Icelandic and foreign. The goal is to present a tool for teachers and official school governments to activate those who aren't getting the usage of health and welfare classes today, with hopes of changing the way they think of the class in the future. The collected foreign data shows positive connection between smart device and/or apps usage and level of exercise. Those results can and should be the inspiration Icelandic Upper Secondary School system needs to move towards a more technical teaching methods, especially in the field of health and exercise.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed ritgerð_Kara Rún PDF.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna