is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31146

Titill: 
  • Ekkert er fullreynt í fyrsta sinn : þróun starfskenningar kennaranema á fimmta ári í vettvangsnámi og æfingakennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starf kennarans hefur tekið breytingum hin síðari ár í takt við öra þróun í þjóðfélaginu samhliða aukinni fjölmenningu og tækniframförum. Skortur á skráningu á því hvað gerist í starfi kennarans er talið eitt það helsta sem háir þróun kennarastéttarinnar til aukinnar fagmennsku en kröfur um að kennarar rannsaki eigið starf og geri grein fyrir þeim persónulegu kenningum sem liggja að baki þess verða æ háværari. Þessar persónulegu kenningar kennara eru það sem kallað er á fræðimáli starfskenningar kennara (n. praksisteori) og geta kennarar rannsakað mótun og þróun þeirra með starfendarannsókn. Starfendarannsókn er rannsóknaraðferð þar sem kennarar rýna í eigið starf og efla sig sem fagmenn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða starfendarannsókn í vettvangsnámi og æfingakennslu sem leið til þess að þróa starfskenningu og varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað á starfskenningu höfundar veturinn 2017–2018. Í því skyni var aflað mismunandi gagna á meðan á vettvangsnámi og æfingakennslu höfundar stóð í námskeiðinu VÆK1510 haustið 2017 og við úrvinnslu þeirra var varpað ljósi á þróun starfskenningar höfundar á því tímabili ásamt því að kanna skilvirkni námskeiðsins VÆK1510 fyrir slíka þróun.
    Niðurstöður leiddu í ljós að þungamiðja starfskenningar höfundar haustið 2017 hefði drifið hann áfram í gegnum vettvangsnámið og æfingakennsluna þrátt fyrir margar hindranir og tilfinningalegan rússíbana. Sú þungamiðja, eða köllun höfundar, snýst fyrst og fremst um velferð nemenda, innri styrkingu og að allt nám sé byggt á jafningjagrundvelli. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að margt þyrfti að koma til ef námskeiðið VÆK1510 ætti að kallast skilvirkur vettvangur fyrir þróun starfskenningar kennaranema. Nauðsynlegt væri að auka undirbúning viðtökuskóla og binda sérmenntun kennara sem annast leiðsögn í lög, en með þeirri sérmenntun er átt við sértæka menntun í leiðsögn. Veita þyrfti reynslu kennaranema af vettvangnum meiri gaum, tíma og fjármagn svo skilvirknin yrði eins og best yrði á kosið. Starfendarannsókn er öflug leið innan vettvangsnámsins og æfingakennslunnar til þess að rýna í þróun starfskenningar og skilar kennaranemum öflugu verkfæri til eflingar fagmennsku sinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    A teacher‘s job has changed somewhat in later years along with rapid development of society and advancement of technology and multiculturalism. A lack of documentation of what transpires in a teacher‘s job is considered the main constricting factor of development of the profession towards greater professionalism. Demands that teachers examine their own work and explain the personal theories that support it are becoming louder. Teachers develop their personal theories by conducting action research, which is a research method that teachers employ to examine their own work and enhance their professionalism. The purpose of this research was to analyze an action research conducted during the author‘s practicum in the winter 2017–2018. To do so, many parameters were collected during the practicum in the course VÆK1510 in the fall of 2017. Through analysis of field work findings, the development of the author‘s personal teacher theories is examined as well as the efficacy of the course VÆK1510 in this regard.
    The results show that the core of the author‘s personal teacher theories propelled her through the practicum in spite of multiple challenges and an emotional roller coaster. That core, or the author‘s calling, revolves around student well-being, increasing inner strength and that education is founded on equalism. Results also show that much has to happen so that VÆK1510 can be considered efficient grounds for the development of teachers‘ personal theories. It is vital to increase preparations of the receptive school and make mentoring education a requirement. The teacher student‘s experience in the classroom needs more thought, time and finance so that efficacy is maximized. Action research is a powerful method during a practicum to explore teachers‘ personal theories and provides the teacher student a powerful tool to increase their professionalism.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.06.2038.
Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprofsritgerd_KolbrunHalldorsdottir_2018.pdf1.3 MBLokaður til...01.06.2038HeildartextiPDF