is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31148

Titill: 
 • Kvíðaraskanir grunnskólabarna : þekking og úrræði grunnskólakennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að afla vitneskju um hversu vel grunnskólakennarar eru í stakk búnir að koma auga á einkenni kvíðaraskana hjá nemendum, hvort þeir telji sig hafa fengið nægjanlega fræðslu um málefnið í sínu námi og getu þeirra og þekkingu á viðurkenndum aðferðum til að takast á við vandamálið. Kannað var hversu mikinn stuðning kennarar fá í þessum málaflokki bæði af hendi skólayfirvalda og hinnar opinberu skólastefnu „skóli án aðgreiningar“. Rannsóknaraðferðin var megindleg lýsandi þversniðsrannsókn þar sem spurningalisti var notaður til að afla gagna. Úrtakið var tilgangsúrtak. Þátttakendur voru 177 menntaðir grunnskólakennarar í sex grunnskólum á Íslandi. Svarhlutfall var 33% (n=58), 78% voru konur.
  Helstu niðurstöður voru þær að 95% þátttakenda töldu sig ekki fá nægjanlega fræðslu í kennaranáminu þegar kom að málefnum nemenda með kvíða/geðraskanir, 95% töldu að efla þyrfti fræðsluna og 81% töldu að þeir fengju ekki nægjanlegan stuðning né fræðslu af hendi skólayfirvalda um málefnið. Fram kom hjá 55% þátttakenda að skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ var ekki talin vera að fullnægja þörfum nemenda með kvíða/geðraskanir. Niðurstöður sýndu að flestir þátttakendur höfðu litla eða enga þekkingu á markvissum kennsluúrræðum til nemenda með kvíða/geðraskanir.
  Brýnt er í ljósi niðurstaðna að auka fræðslu um kvíða/geðraskanir innan kennaranámsins og hjá skólayfirvöldum. Fyrsta skrefið til úrbóta er aukið og samstillt átak háskólanna og grunnskóla landsins í að auka fræðslu ásamt því að efla úrræði sem stuðla að aukinni geðrækt barna og ungmenna innan skólanna.
  Lykilhugtök: kvíðaraskanir barna og ungmenna, þekking grunnskólakennara, kennsluúrræði gegn kvíðaröskunum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this study was to gain knowledge of how well elementary school teachers can identify symptoms of anxiety disorder in children, whether they feel they have received sufficient education about this problem in their studies to become teachers and their knowledge of recognized methods to deal with this problem. Additionally, the extent of how much support is given to teachers in this field by both the school authorities and the public-school policy of „inclusive education“ was examined. The research method was descriptive cross-sectional with a convenience sample. A questionnaire was used to gather data. Participants were 177 educated elementary school teachers from six primary schools in Iceland. Response rate was 33% (n = 58), of which 78% were women
  The main findings were that 95% of the participants did not find they had received adequate education regarding children with anxiety/mental disorders, 95% felt that the education needed to be strengthened and 81% thought that they did not receive sufficient support or education from the school authorities regarding this matter. It was revealed that 55% of the participants thought that the school policy „inclusive education“ did not meet the needs of children with anxiety/mental disorders. Results showed that most respondents had little or no knowledge of teching methods, which have proven successful for children with anxiety disorders. In the light of these results, it is vital to improve education about anxiety/mental disorders within the teacher education program and with the school authorities. The first step for improvement is to increase and coordinate the efforts of the universities and elementary schools in the country to increase education, as well as to reinforce resources that promote the increased mental health of children in schools.
  Keywords: anxiety disorders in childhood and adolescent, teachers knowledge, teaching methods against anxiety.

Samþykkt: 
 • 12.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed. ritgerð Þórður Þ. Sigurjónsson.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna