en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31149

Title: 
 • Title is in Icelandic "Þetta var fyrir sálina og hjartað, þetta var mitt öryggi." Reynsla íslenskra kvenna af hópmeðgönguvernd.
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Hópmeðgönguvernd (HMV) er fyrirkomulag sem hefur notið vaxandi vinsælda erlendis undanfarin ár. HMV felur í sér að tvær ljósmæður sinna meðgönguvernd hjá hópi kvenna sem hittist reglulega á meðgöngunni. Helstu markmið með hópmeðgönguvernd er að veita fræðslu, stuðning og eftirlit með líkamlegri heilsu ásamt því að stuðla að valdeflingu. Rannsóknir sýna að konur eru almennt ánægðar með þetta fyrirkomulag, fá jafnvel betri fræðslu en í hefðbundinni mæðravernd, upplifa stuðning hver frá annarri og fá lengri tíma með ljósmóður. Á Íslandi stendur nú yfir tilraunaverkefni þar sem HMV hefur verið innleitt á tveimur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun íslenskra kvenna af hóp-meðgönguvernd og að forprófa spurningaramma fyrir rannsókn sem þessa.
  Aðferð: Rannsóknin var eigindleg og var 12 konum sem tóku þátt í tilraunaverkefni hópmeðgöngu-verndar boðin þátttaka. Fjórar frumbyrjur á aldrinum 25-34 ára tóku þátt, en þær höfðu allar fætt heilbrigt barn innan við tveimur mánuðum fyrir viðtölin. Tekin voru viðtöl við tvær og tvær þeirra í einu. Viðtölin voru greind með innihaldsgreiningu í þeim tilgangi að finna hvaða þættir koma endurtekið fram og flétta saman í þemu.
  Niðurstöður: Fjögur þemu komu fram sem lýstu innihaldi viðtalanna: 1) Hópmeðgönguverndin varð óvænt ánægja. HMV kom konunum skemmtilega á óvart en þær voru mjög ánægðar með þetta fyrirkomulag. 2) Að finna til öryggis í hópnum: „Þú ert ekki ein“. Konunum leið vel í hópnum og gátu tjáð sig opinskátt og fengu stuðning hver frá annarri. 3) Ítarleg fræðsla − en í þægilegri umgjörð. Konurnar voru ánægðar með fræðsluna og lýstu henni sem ítarlegri en jafnframt á umræðuformi sem hentaði þeim vel. 4) Að fá það besta úr báðum kerfum: HMV og hefðbundin meðgönguvernd. Konurnar voru ánægðar með samþættingu beggja kerfa sem þeim fannst bæta hvort annað upp.
  Ályktanir: Konurnar lýstu mikilli ánægju með HMV. Miðað við niðurstöður þessarar rannsóknar eru vísbendingar um að HMV gæti verið mikilvæg viðbót við hefðbundna meðgönguvernd þar sem konur fá aukna fræðslu, stuðning frá jafningjum auk hefðbundins eftirlits með líkamlegri heilsu. Mikilvægt er að kanna með stærra úrtaki fýsileika þess að bjóða HMV innan hefðbundinnar meðgönguverndar.

Accepted: 
 • Jun 13, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31149


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefnið í sniðmáti - LOKAEINTAK - Una Kristín Guðmundsdóttir.pdf406.01 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing_16.pdf80.15 kBLockedYfirlýsingPDF