is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31151

Titill: 
 • Forprófun á endurskoðuðum PIPP-R við verkjamat nýbura á nýburagjörgæslu á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrirburar og veikir nýburar sem þurfa innlögn á ungbarna- og nýburagjörgæslu á Íslandi þurfa að gangast undir ýmis sársaukafull inngrip vegna veikinda, rannsókna og meðferðar. Það hafa fjölmargir verkjamatskvarðar verið þróaðir til að meta verki fyrirbura og veikra nýbura með það að markmiði að bæta verkjamat og meðferð. PIPP-R (e. Premature Infant Pain Profile - Revised) er fjölþátta verkjamatskvarði fyrir fyrirbura og nýbura og tekur til greina lífeðlislegar, hegðunarlegar og bakgrunnsbreytur. Nú liggur fyrir íslensk útgáfa PIPP-R sem hefur verið þýdd og löguð að menningu íslenskrar nýburagjörgæslu en upplýsingar vantar um réttmæti og áreiðanleika. Því er það tilgangur þessarar rannsóknar að forprófa IcePIPP-R-kvarðann í íslenskri þýðingu og leggja mat á réttmæti og áreiðanleika verkjamatskvarðans.
  Aðferð: Rannsóknin var unnin samkvæmt lýsandi megindlegri aðferðafræði og notast var við þægindaúrtak inniliggjandi barna á ungbarna- og nýburagjörgæslu á Íslandi. Þátttakendur voru alls 21, fyrirburar og nýburar, með leiðréttan meðgöngualdur frá 25 til 40 vikur við mælingu. Tveir rannsakendur framkvæmdu verkjamat með IcePIPP-R-kvarðanum og voru börnin sín eigin viðmið. Þrjár mælingar voru framkvæmdar við þrjár algengar en mismunandi aðstæður; sársaukafullar, raskaðar og hlutlausar. Engin inngrip voru framkvæmd af hálfu rannsakenda. Úrvinnsla gagna var framkvæmd með SPSS-forriti og notast við lýsandi tölfræði, t-próf, Cronbach’s α og Scheffe.
  Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðum ANOVA-prófs var munur á milli þrenns konar aðstæðna og heildarstigagjafar hjá báðum rannsakendum og greindi IcePIPP-R-verkjamatskvarði mun á því þegar fyrirburar og nýburar voru í hvíld, urðu fyrir áreiti við raskaðar aðstæður eða sársaukafull inngrip. Í niðurstöðum t-prófs á heildarstigum barnanna við þrenns konar aðstæður kom í ljós að ekki er marktækur munur á heildarstigagjöf rannsakenda í hverjum aðstæðum fyrir sig sem gefur til kynna áreiðanleika IcePIPP-R-verkjamatskvarða. Innra samræmi IcePIPP-R-verkjamatskvarða var skoðað með Cronbach’s α sem sýndi fram á að það var ekki nægilegt innra samræmi milli rannsakenda í röskuðum aðstæðum, þó var það ásættanlegt í sársaukafullum aðstæðum milli rannsakenda. Áreiðanleiki á milli rannsakenda var athugaður með Pearson´s-fylgni og athugað var varðandi hvern matsþátt fyrir sig svo hægt væri að fá nákvæmari niðurstöður. Niðurstöður úr Pearson´s-fylgni prófi sýndu fram á að það var sterk fylgni á milli rannsakenda og flestra matsþátta IcePIPP-R-verkjamatskvarða og veik fylgni hjá örfáum matsþáttum.
  Ályktanir: Við forprófunina náðist að sýna fram á áreiðanleika og réttmæti IcePIPP-R-verkjamatskvarða. Þó er þörf á frekari rannsóknum með stærra úrtaki til að meta betur réttmæti og áreiðanleika IcePIPP-R verkjamatskvarða.
  Lykilorð: Verkir, verkjamat, fyrirburar, nýburar, IcePIPP-R-verkjamatskvarði.

Samþykkt: 
 • 13.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IcePIPP-R lokaverkefni. Theja Lankathilaka.pdf7.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing. Theja.pdf1.39 MBLokaðurYfirlýsingPDF