is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31165

Titill: 
  • Ljúfur á barnum - grjótharður í rúminu : karlmennska og birtingarmyndir hennar í leikverkinu Aðfaranótt í leiktæknilegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Karlmennskuímyndin hefur birst í ótal formum í gegnum tíðina. Hún mótast af ýmsum þáttum úr umhverfinu. Karlmennska er gildishlaðið hugtak en til þess að geta fjallað um fyrirbærið er nauðsynlegt að átta sig á því hvernig það er skilgreint. Út frá því má svo skoða hvernig birtingarmyndir karlmennskunnar koma okkur fyrir sjónir í samfélaginu. Við lifum á tímum þar sem meðvitund um kynjamál og jafnrétti kynjanna hefur sjaldan verið meiri. Valdaójafnvægi milli kynjanna og viðhorf karlmanna til kvenna hefur verið í brennidepli umræðu síðustu mánaða. Í þessari ritgerð skoða ég birtingarmyndir karlmennskunnar eins og þær birtast okkur í hinu nýfrumsýnda íslenska leikverki, Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Ég legg sérstaka áherslu á að kanna birtingarmyndir skaðlegrar karlmennsku út frá þeirri persónu sem ég túlkaði í umræddu leikriti, Þóri. Í Aðfaranótt er meginstefið átök ólíkra persóna, árekstrar og stanslaust ofbeldi og mismunandi birtingarmyndir þess. Ofbeldið brýst út í líkamlegum átökum undir lok verksins en oft og tíðum reynist það fyrst og fremst andlegt. Í þessum heimi stöðugrar valdabaráttu er áhugavert að skoða og taka samskiptamynstur kynjanna út fyrir sviga. Í ritgerðinni rannsaka ég hvernig koma má auga á birtingarmyndir karlhyggjunnar og hvernig ég sem leikari nýtti mér þá áskorun til þess að gera persónu mína leikbæra, bæði hvernig ég hlutgerði hugtakið líkamlega en einnig hvernig ég notfærði mér greiningarvinnu til þess að ná betur utan um inntak persónunnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Masculinity has appeared in countless forms over the years. It is shaped by various aspects from the environment. Manliness is a set of attributes, behaviors, and roles associated with boys and men, but in order to discuss the subject, it is necessary to understand how it is defined and how we can see it's appearance. From this point of view, we can see how this way of thinking effects our society. We live at a time where awareness of gender equality has rarely been greater. This topic has been discussed a lot in recent months. In this essay, I look at men's portraits as they appear in the new Icelandic play, Aðfaranótt by Kristján Þórður Hrafnsson. I mainly focus on investigating the manifestations of harmful masculinity based on the person I play in the theatre piece, Þórir. The piece consists of conflicts between different characters and its different manifestations.
    Violence breaks out in physical conflict at the end of the play, but for the most part it is mental. In this world of constant power struggles, it is interesting to examine the gender patterns precisely. In this essay I investigate the forms of masculinity and how I as an actor took the challenge of making my character playable. How I physically defined the term and how I used an analysis work to better understand the person's mentality.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árni Árnason - Lokaritgerð til BA prófs.pdf351.71 kBLokaður til...30.05.2138GreinargerðPDF