is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tölvunarfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31167

Titill: 
 • Greining á samskiptum við notendur - samanburður á tveimur hugbúnaðarhúsum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Við þróun á notendahugbúnaði er að mörgu að hyggja. Hugbúnaðurinn þarf oftast að henta stórum hóp notenda með mismunandi þarfir. Tryggja þarf að forritið sé auðvelt í notkun, en einnig meðal annars að það sé villulaust, öruggt, skalanlegt og hraðvirkt. Við þetta vaknar spurningin um mikilvægi notenda í þessum ferli og hversu mikið þeir taki þátt í hugbúnaðarþróuninni.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig samskiptum við notendur er háttað hjá tveimur íslenskum hugbúnaðarhúsum og hvernig sjónarmið þeirra er nýtt við þróun hugbúnaðar.
  Framkvæmd: Rannsóknin byggir á viðtölum við 11 starfsmenn tveggja hugbúnaðarfyrirtækja, 6 hjá einu fyrirtækinu og 5 hjá hinu. Í viðtölunum var notast við sama spurningalistann til að gæta samræmis. Viðtölin voru hálf-opin (e. semi-structured) sem veitti sveigjanleika til að aðlaga spurningarnar í samræmi við svör. Gögnin voru greind með þemagreiningu (e. thematic analysis) af báðum rannsakendum í sameiningu til að tryggja sem mest gæði á greiningunni.
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðkoma notenda að þróunarferlinu er lítil sem engin, ef ekki er verið að breyta eða hanna lausn sérstaklega fyrir stakan viðskiptavin.
  Viðmælendur voru almennt jákvæðir í garð innkomu notenda í þróunarferilinn og þá sérstaklega í upphafi ferilsins. Viðmælendur telja aðkomu notenda geti leitt til aukinna gæða í hönnunarferli, og að sú aukning vegi vel upp á móti auknu flækjustigi, sem kann að myndast með aðkomu notenda. Vanda þarf vel aðkomu notanda í ferilinn og að réttir notendur séu fengnir í verkið. Viðmælendur telja notendur ekki vera skipta sér að óþarfa hlutum. Engin sérstök skjölun var á samskiptum við notendur og höfðu viðmælendur misjafnar skoðanir á mikilvægi hennar. Viðmælendur voru sammála um að halda ætti samskiptum milli forritara og notenda í lágmarki, en þau samskipti ættu frekar að fara í gegnum þjónusturáðgjafa eða stjórnendur.

Samþykkt: 
 • 13.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknarskýrsla_Heiðar Örn Stefánsson og Sveinn Guðmundsson.pdf447.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vinnuskýrsla_Heiðar Örn Stefánsson og Sveinn Guðmundsson.pdf554.14 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna