is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31174

Titill: 
  • Streita leikara : einkenni og meðferðarúrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starf leikara getur verið streituvaldandi, en því hefur höfundur fengið að kynnast. Höfundur upplifði streitu tengda útskriftarverkefni sínu Aðfaranótt sem sýnt var vorið 2018 af útskriftarbekk leikaranema. Leikarar virðast upplifa bæði tilfinningalegt og líkamlegt álag, en auk þess getur óvissan sem fylgir starfinu verið mikil og þessu fylgir streita. Líkamleg streitueinkenni eru meðal annars aukin hjartsláttur og hár blóðþrýstingur. Streita er lífsnauðsynleg, en þegar hún er langdregin getur hún verið skaðleg og aukið líkurnar á ýmsum sjúkdómum, til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum. Einstaklingar með úthverfan persónuleika virðast sýna minna af langvarandi streitueinkennum og eru því í minni áhættu á að fá þessa sjúkdóma.
    Ýmislegt getur dregið úr streitueinkennum og er heilsusamlegur lífsstíll stór þáttur. Þrátt fyrir það er oft þörf fyrir markviss inngrip til þess að meðhöndla vinnutengda streitu. Þegar mismunandi aðferðir eru bornar saman kemur í ljós að hugræn atferlismeðferð er góð leið til þess að meðhöndla vinnutengda streitu, en hún virðist auka vinnuánægju, bæta sjálfstraustið, auka stjórn á eigin hugsunum og innri ró. Ýmsar meðferðir eru þó í boði og hver og einn þarf að finna meðferð sem hentar sér, en þar sem leikarastarfinu fylgir óvissa er mikilvægt að taka það sérstaklega fyrir í þeirri meðferð sem valin er.
    Viðtöl voru tekin við þrjá einstaklinga, leikhússtjóra, leikara og leikkonu. Allir þessir einstaklingar eru með ólíka innsýn í vinnuumhverfi leikara og streitu þeirra. Leikhússtjórinn minnist ekki á hvort streita hafi verið sérstaklega til umræðu innan veggja leikhúsanna, en talar þó um að streita leikara hafi ekki sérstaklega verið rannsökuð. Leikarinn segist finna fyrir streitu í starfi sínu og notast meðal annars við slökun og Chekhov-aðferðina til þess að takast á við hana. Leikkonan finnur fyrir minni streitu en leikarinn og notast hún við aðgerðabundnari leiðir til þess að takast á við sín streitueinkenni.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Júlí Heiðar (final).pdf611.25 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna