Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31175
Vorið 2018 útskrifast ég af leikarabraut Listaháskóla Íslands eftir þriggja ára nám. Í þessari lokagreinargerð fjalla ég nánar um hvernig ég nálgaðist vinnuna mína í lokaverkefninu sem var jafnframt hið formlega útskriftarverki leikaranema en það var fullbúin leiksýning, Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Ég skoða nánar hvaða aðferðum ég beitti í nálgun verksins bæði hvaða aðferðir ég kom með inn í ferlið og hvaða nýju aðferðir bættust við á meðan ferlinu stóð. Lokaverkefni leikaranema er að setja upp leikverk undir handleiðslu atvinnuleikstjóra og er markmið áfangans að nemendur fái tækifæri til að samtvinna þá margvíslegu þekkingu sem þeir hafa aflað sér í leiktúlkun í náminu. Ég mun byrja á því að fjalla aðeins almennt um leikritið sjálft. Síðan fer ég nánar yfir nokkrar aðferðir sem ég hef lært í skólanum og hvernig þær hafa nýst mér í ferlinu. Ég skoða síðan hvað var nýtt fyrir mér og í lokin fjalla ég aðeins um hvernig tókst að sýna og tek síðana saman hvernig tókst yfir heildina og loka þannig greinargerðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Þórey Birgisdóttir leikarabraut skemman.pdf | 222.57 kB | Lokaður til...01.05.2050 | Greinargerð |