is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31177

Titill: 
 • Upplifunarleikhús : rannsókn á aðferðum til að efla upplifun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er rannsókn á því hvernig hægt er, með aðferðum leikhússins, að breyta og efla upplifun hins hefðbundna áhorfanda og hvernig það breytir hlutverki hans. Það form leikhússins sem hvað best hefur tekist það er immersive theater eða upplifunarleikhús. Segja má að upplifunarleikhús hafi náð að gefa hinum hefðbundna áhorfanda alveg nýtt hlutverk, hlutverk upplifandans. Upplifandanum er gefið færi á að upplifa, túlka og greina verk á nýjan máta.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fyrst gert grein fyrir hefðbundnum áhorfanda er til að seinna geta borðið hann saman við áðurnefndan upplifanda. Skoðað er hvert sögulegt samhengi hans er og hvernig hlutverk hans hefur þróast frá því síðan í Grikklandi til forna. Þar næst verður farið ofan í saumana á því hvað upplifunarleikhús er og hvaðan það kemur til að mynda frekari skilning á forminu. Helstu heimildir þess kafla eru unnar úr bókinni Immersive theatres eftir Josephine Machon en bókin er sú eina sinnar tegundar sem fjallar heildstætt um þessa grein leikhúss. Í kaflanum verða nefnd helstu einkenni upplifunarleikhúss og verður hefðbundið leikhús notað til samanburðar.
  Í seinni hluta er lögð áhersla lögð á höfunda upplifunarverka og upplifendur þeirra. Tekið er viðtal við sviðslistahópinn Kviss Búmm Bang og svo við þátttakendur verka þeirra. Stuðst er við áherslur úr fyrri hluta ritgerðarinnar til að undirstrika og skýra betur aðferðarfræðina sem að baki þessu formi liggur.
  Nokkur atriði um þýðingar:
  Performer verður þýtt sem flytjandi.
  Embodied experience verður þýtt sem holdguð reynsla.
  Holistic experience verður þýtt sem heilskynjun.
  Genre verður þýtt sem tegund af leikhúsi.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is an investigation of how to, with methods of the theater, alter and heighten the experience of the traditional theater goer and how that might change his role as an audience member. That genre of the theater, that has reached that goal the best is immersive theater or experiencebased theater. One could say that the immersive theater has achieved to give the audience a whole, new role, the role of the experiencer. The experiencerer is given a chance to experience, interpret and analyse a performance on a whole new level. For the first part of this essay, the traditional theater goer is established to be able to compare him later with the aforementioned experiencer. his historical context is researched on how he has evolved since his early days in ancient Greece. After that immersive theater is examined to its core. Starting with where it came from and what made it the way it is today, to further understand its nature. Principal documentation of the subject is mainly processed from the book Immersive theatres by the author Josephine machon. This book is the main resource on this subject today. In this chapter the principal features of immersive theater will be researched, and traditional theater will be used as a comparison. In the second part the emphasis will be on those who create immersive theater and those who attend it. The performance group Kviss Búmm Bang is interviewed and then the participants who attend their performances. The main index of the first chapter will be used as a support for analysis of methodsof Kviss Búmm Bang.

Samþykkt: 
 • 13.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-skilpdf.pdf516.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna