Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31179
Í þessari ritgerð leitast höfundur við að varpa ljósi á spunaaðferð breska leikstjórans Mike Leigh. Skoðaðar verða hugmyndir, áherslur og aðferðir Leigh með sérstakri áherslu á hvernig Ragnar Bragason, leikstjóri og handritshöfundur hefur nýtt sér þær aðferðir í sinni listsköpun. Höfundur hefur að leiðarljósi hvernig þessir tveir listamenn nýta sér vinnuaðferðir við persónusköpun sem gengur að mestu leiti út á það að virkja leikarann til samsköpunar.
Aðferð Mike Leigh verður kynnt frá öllum sjónarhornum; leikaraval, persónusköpun, spunaðferðir, handritsgerð og úrvinnsla. Að sama skapi verða aðferðir Ragnars Bragasonar kynntar og skoðað verður hvað er líkt, og hvað er ólíkt með þeim tveimur.
Við gerð ritgerðarinnar notaði höfundur eigindlegar rannsóknir. Ritgerðin byggist upp á viðtölum í bland við heimildaleit.
Í Inngangi er innihald ritgerðar kynnt til sögunnar ásamt stuttri kynningu á leikstjórunum, einnig eru aðferðir innan leiklistar eru lauslega kynntar. Kaflinn Meginmál er þríþættur og í undirkafla Meginmáls; Upphaf fylgjum við Mike Leigh frá óhörnuðum unglingi í leiklistarnámi til þess leikstjóra sem hann er þekktur fyrir að vera í dag. Í undirkaflanum Persónusköpun verða aðferðir leikstjóranna beggja í sambandi við leikaraval og persónusköpun skoðaðar. Í þeim þriðja, Aðferðir og ástæður verður aðferðin súmmeruð upp og skoðað verður hvað þeir sjálfir hafa um aðferðina að segja.
In this thesis the author will explain the method used by the British director Mike Leigh and look in to the effect of the method on Icelandic director Ragnar Bragason.
The author will look at all angles on how these two man make their art. And will also dive into what is similar with them and what is not.
This thesis is build up with interviews and resources.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-HildurSelmaSigbertsdóttir.pdf | 682,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |