is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3118

Titill: 
  • Streita og vellíðan í lífi fólks með sykursýki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna streitu og vellíðan hjá fólki með sykursýki af tegund 2. Einnig að kanna tengsl streitu við ýmsa bakgrunnsþætti, t.d. aldur, kyn og líkamsþyngdar-stuðul og langtíma blóðsykursgildi.Upplýsinga var aflað með þrem spurningalistum; PAID-streitukvarðanum, vellíðunarkvarða Bradley (W-BQ12) og hliðarspurningum við DES-eflingarlistann. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð. Þýði þessarar rannsóknar eru allir einstaklingar búsettir á Íslandi, fæddir eftir 1930, greindir með sykursýki af tegund 2 fyrir meira en ári síðan og síðasta HbA1c gildi ≥ 7,5%. Úrtakið voru 58 einstaklingar sem voru í sykursýkiseftirliti á fimm sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið, 53 (91,4%) luku þátttöku. Við greiningu gagna var þátttakendum skipt í þrjá hópa eftir svörum við hverjum og einum spurningalista til að kanna hvort munur á svörum væri marktækur eftir hópum eða kominn til fyrir tilviljun. Jafnframt voru niðurstöður spurningalistanna bornar saman við bakbrunnsþætti til að kanna fylgni streitu eða vellíðunar við t.d. BMI eða aldur. Rannsóknin sýndi að 1/3 þátttakenda upplifði mikla streitu tengda sykursýki og litla vellíðan. Margir höfðu áhyggjur af framtíðinni og höfðu samviskubit yfir því að slaka á sykursýkismeðferðinni. Tölfræðilega marktækur munur var á milli nokkurra hópa eftir bakgrunnsbreytum. Aukin streita og minni vellíðan var tengd háu BMI, háu HbA1c gildi og lægri aldri. Ekki var marktækur munur milli hópa á streitu og vellíðan eftir menntun, kyni, meðferðarformi eða heimilishögum. Þó niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki allar verið tölfræðilega marktækar gefa þær vísbendingar um að þörf sé á að leggja aukna áherslu á andlega líðan fólks með sykursýki. Rannsakandi telur PAID-streitukvarðann og hliðarspurningar við DES-eflingarlistann mjög góð mælitæki til að skima eftir einstaklingum sem kynnu að þurfa á aukinni fræðslu eða aðstoð að halda.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefni.heild.pdf4.2 MBOpinnVerkefni heildPDFSkoða/Opna