is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31180

Titill: 
  • @ARONMOLA : Aron Már Ólafsson og sviðsetning hins persónulega á Snapchat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aron Már Ólafsson byrjaði að deila efni á Snapchat undir nafninu Aronmola árið 2015 með það fyrir augum að áhorfendur yrðu sífellt fleiri. Miðillinn Snapchat var upphaflega ætlaður til náinna boðskipta á milli fárra notenda en er í dag notaður sem ör skemmtiveita þar sem spéfuglar á borð við Aronmola geta náð til þúsunda á sama tíma, þótt mörkin á milli persónulegrar og opinberrar notkunnar miðilsins séu óljós. Þar sem Aron stígur fram undir nafninu Aron birtist okkur sjálfsmynd og ímynd einstaklings sem er í senn manneskja og persóna, í senn raunverulegt hlutverk og sviðsett, þótt Snapchat-nafnið Aronmola rammi hegðun hans og framkomu inn á Snapchat. Vegna eðli persónulegrar sviðsetningar er sannleikgsgildi þess efnis sem Aron deilir á Snapchat fórnað þegar sviðsetningin tekur völd, enda gerir leikhúsið sér mat úr hinu persónulega. Snapchat er myndefnismiðill og þótt við skynjum myndir oft sem sannleik er umformandi eðli þeirra langt frá því að vera hlutlaust. Við þetta bætist að margt í gangverki Snapchat er í eðli sínu umformandi og Snapchat verður oft á tíðum sjálf forsendan fyrir sviðsetningunni. Hönnuðir miðilsins verða eins konar samstarfsmenn Arons við sviðsetningu hins persónulega auk þess sem sífelld endurgjöf hefur áhrif á næstu myndefnissendingu. Þannig er hið nýja svið mannlífsins sem til kemur með Snapchat bókstaflega sviðsett útgáfa af sjálfinu sem birtist notendum í stöðugt umformuðum myndum, sem síðan hafa áhrif á næstu og næstu sviðsetningu, innrömmun og umformun. Myndefnið missir raunveruleikatengsl sín og, ef gengið er út frá kenningum Jean Baudrillards, verður ofar raunveruleikanum. Þannig leysist frummyndin Aron Már upp í líkneskinu Aronmola sem eitt hefur til að bera hrifningarmáttinn.

Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ Í SNIÐMÁTI.pdf704.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna