is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31184

Titill: 
  • Danir eru nördar : um karlmennskugerðir í sviðslistaverkunum SOL og Fjalla-Eyvindi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um ríkjandi karlmennskugerðir í sviðslistaverkunum SOL, eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson, og Fjalla-Eyvind, eftir Jóhann Sigurjónsson. Ég styðst við hugmyndir R.W. Connells um karlmennskugerðir og leitast við að svara því hvort þær karlmennskugerðir sem birtast okkur í verkunum séu þær sömu, en auk þess leita ég í breiðan fræðigrunn til þess að skýra samhengi verkanna. Stór hluti verksins SOL á sér stað í svokölluðum MMROPG-tölvuleik og er því mikilvægt að átta sig á mannfræðilegu samhengi slíkra leikja og spilara þeirra, bæði innan leiksins og utan hans, áður en hægt er að rannsaka karlmennskugerðir í verkinu. Fjalla-Eyvindur er hinsvegar skrifað þegar íslenska þjóðin er í mótun og í baráttu fyrir sjálfstæði sínu og er því nauðsynlegt að skýra tengsl karlmennsku við þjóðernishyggju lauslega. Í ritgerðinnier unnið eingöngu upp úr skriflegum heimildum, fyrst og fremst ritgerðum af netinu en einnig fáeinum útgefnum bókum. Tilgáta mín var sú að sama karlmennskugerð væri ríkjandi í verkunum tveimur, en niðurstaðan var sú að svo er ekki og tel ég ýmsar ástæður fyrir því, en þó þyrfti ítarlegri rannsókn á því. Ríkjandi karlmennskugerð í Fjalla-Eyvindi er hetju- eða útlagakarlmennska, en í SOL var það uppreisnarkarlmennska (að vera í uppreisn við eigin karlmennsku eða ríkjandi karlmennskugerð) að hluta en einnig hetjukarlmennska. Vert og mikilvægt hefði verið að rannsaka stöðu kvenna í báðum verkum, en það var ekki gert að neinu marki.

Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-FINAL.pdf519.32 kBLokaður til...01.01.2199HeildartextiPDF