is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31194

Titill: 
 • BÁNS : þetta er einhversstaðar þarna á milli himins og jarðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það er eitthvað við að endurorða þetta ferli sem „listræna rannsókn” þegar við höfum talað um “artistic research” í margar vikur. Allt í einu líður mér eins og listræn rannsókn ætti að innihalda spurningar eins og: Af hverju fjöllin eru blá eða hvernig feðraveldið birtist í Sæmundi í sparifötunum? Það er auðveldara að hugsa sér að maður sé að gera “art” en „list”. Þegar ég hugsa með mér að ég sé að gera „list” þá líður mér eins og Jónas frá Hriflu muni mæta heim til mín í kaffi með tvo hvítklædda menn.
  Þessi textabútur átti heima í dálki sem ég nefndi ruslakista og geymir allt það efni sem komst ekki í ritgerðina vegna þess að; a) það hafði verið skrifað kluk-kan 02:00 á aðfaranótt mánudags, b) það hafði orðið til í ritgerðargalsa á föstudegi, c) það var of persónulegt eða d) var almennt illa skrifað.
  Ritgerðin sem á eftir fylgir er greinagerð á listrænni rannsókn á hugtakinu „bounce”. Rannsóknarferlið endaði með verkinu „Re-boun(d)ce,” sem var sam-starfsverkefni á milli Selmu Reynisdóttur, Sunnu Axelsdóttur og Birkis Sveinbjörns-sonar. Í ritgerðinni verður vitnað í verk eftir danshöfundana Mette Ingvartsen, Mar-tin Kilvaty og í grein Rasmus Ölme, „Movement materialisation” eða „Efnishyggja hreyfingar.”
  Í rannsóknarvinnu minni notaðist ég helst við aðferðir Feldenkrais tækninnar til þess að skerpa á næmni minni í garð líkama míns og umhverfisins. Sú ákvörðun að vinna verkið með næmni að leiðarljósi var gífurlega mikilvæg vegna þess að það gaf rými til þess að hlusta á bánsið í sjálfri mér, hvernig það endurkastast út í umhverfið og hvernig bánsið í umhverfinu endurkastast í sjálfri mér. Nánar verður farið í saumana á rithættinum á orðinu bounce/báns í upphafi ritgerðarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is mainly in Icelandic, except a few words that you will see in the Icelandic way of quoting: „”. Those words will most likely be; „bounce”, „suspend-ed” and this joke: “A choreographer finds himself in a hardware shop. The shop assistant comes up to the choreographer and asks him, “how can I help you, are you looking for something special?” And the choreographer answers “yes, I am looking for material.”
  In this essay, written in my dear mother tongue, I mainly talk about bounce, but I translate it into Icelandic by spelling it like this: Báns. The Icelandic letter á, makes the same sound as the vowels o and u together. And then I just make life easier by using s instead of ce in the end of the word. Also, we do not have the letter c in the Icelandic alphabet. As I mentioned here above, this essay is a reflec-tion paper of my artistic research on bounce.
  During my artistic research period I tried to remain open to the listening of the bounce in myself and my surroundings. How things and materials bounce and re-bounce in our environment. To be sensitive to this matter I worked a lot on the Feldenkrais method. It helped me to tune into my own body and my surrounding. Rasmus Ölme’s article “Materialisation of Movement” had a great impact on my research, and opened up the possibilities of using the matter in space as material.
  If you are interested in the matter I am sad to inform you that you can’t read further because, as mentioned above, it is in Icelandic. I recommend you just to call me and we can set up a skype meeting or even go for a coffee. You can also check at the back for my bibliography and picture sources. My phone is (00354) 847-3946 and if you want to contact me via facebook then my name is on the front page. You can also add me on instagram, my instagram is selmareynis. And on that last note I will make a little abstract word painting:

Samþykkt: 
 • 13.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BÁNS- skemma.pdf1.1 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna