is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31207

Titill: 
  • Samanburður spágetu lógistískrar aðhvarfsgreiningar og stigulmögnunar fyrir útkomu einstaklinga með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Skortur er á spálíkönum sem spá fyrir um hvaða sjúklingar með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar munu ekki þurfa meðferð á spítala.
    Markmið: Að þróa slíkt spálíkan með lógistískri aðhvarfsgreiningu og stigulmögnun, einnig að bera saman þessar tvær tölfræðiaðferðir.
    Aðferðir: Aftursýn, þýðisbundin rannsókn sem tók til þeirra sem komu á bráðamóttöku vegna blæðingar frá neðri hluta meltingarvegar 2010-2013. Meðferð á spítala var skilgreind sem blóðgjöf, meðferð með speglunartæki, stíflun á slagæð eða skurðaðgerð. Þýði var skipt upp í þjálfunargögn (70%) og prófgögn (30%). Þjálfunargögnin voru notuð til þess að þjálfa líkönin, prófgögnin til þess að gilda líkönin og kanna mátgæði þeirra.
    Niðurstöður: Í heildina voru 581 sjúklingur sem kom á bráðamóttöku í 625 skipti vegna blæðingar, meðalaldur 61 ár (±22), karlar 49%. Af sjúklingum í þjálfunargögnum voru 72% sem þurftu ekki á meðferð á spítala að halda. Marktækir spáþættir lógistískrar aðhvarfsgreiningar voru slagbilsþrýstingur ≥100mmHg (líkindahlutfall [LH] 4,9; 95% öryggisbil [ÖB] 1,2-21), blóðrauði >120g/L (LH 103; 95%ÖB 42-385), blóðrauði 105-120g/L (LH 19; 95%ÖB 7.4-53), engin blóðflöguhamlandi lyf (LH 3,7; 95%ÖB 2,0-7,1), engin blóðþynningarlyf (LH 2,2; 95%ÖB 0,96-5,1), púls ≤100 (LH 2,9; 95%ÖB 1,3-6,7), og engin blæðing á bráðamóttöku (LH 3,8; 95%ÖB 2,0-7,3). Mikilvægustu breytur stigulmögnunar voru blóðrauði, slagbilsþrýstingur, púls og blæðing á bráðamóttöku. Gilding líkana á prófgögnum: Neikvætt forspárgildi 96% (95%ÖB 91-99%) fyrir lógistíska aðhvarfsgreiningu og flatarmál undir ferli 0,83, sömu gildi fyrir stigulmögnun voru 97% (92-99%) og 0,82.
    Ályktun: Við höfum hannað nýtt spálíkan fyrir sjúklinga með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar, spágeta lógistískrar aðhvarfsgreiningar og stigulmögnunar var svipuð.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Risk scores that identify which patients with lower gastrointestinal bleeding (LGIB) do not require hospital-based intervention are lacking.
    Aims: To develop such a score with logistic regression (LR) and gradient boosting (GB), furthermore, to compare the two methods.
    Methods: A retrospective, population-based study including patients presenting to the emergency room (ER) with LGIB from 2010-2013. Hospital-based intervention was defined as blood transfusion, endoscopic hemostasis, arterial embolization or surgery. The cohort was split into train (70%) and test (30%) data. Train data were used to train the models and the test data used to validate them.
    Results: Overall, 581 patients presented 625 times to the ER, mean age 61 (±22), males 49%. Of train data patients, 72% did not require hospital-based intervention. Independent predictors of no hospital-based intervention in LR were systolic pressure ≥100mmHg (Odds ratio [OR] 4.9; 95% confidence interval [CI] 1.2-21), hemoglobin >12g/dL (OR 103; 95%CI 42-285), hemoglobin 10.5-12.0g/dL (OR 19; 7.4-53), no antiplatelets (OR 3.7; 95%CI 2.0-7.1), no anticoagulants (OR 2.2; 95%CI 0.96-5.1), pulse ≤100 (OR 2.9; 95%CI 1.3-6.7), and no visible bleeding in ER (OR 3.8; 95%CI 2,0-7,3). The most important predictors in GB were hemoglobin, systolic pressure, pulse and no visible bleeding in ER. Validation on the test data showed a negative predictive value and area-under-curve of 96% (95%CI 91-99%) and 0,83 for LR compared to 97% (92-99%) and 0,82 for GB, respectively.
    Conclusions: A new risk score has been developed for LGIB, the predictive ability of LR and GB were similar in this context.

Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAS.ritgerd.loka.pd.pdf1,3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_jph.pdf28,4 kBLokaðurPDF