is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31209

Titill: 
  • "Þetta er töff" : reynsla íslenskra hjúkrunarfræðinga af tímabundnum störfum á norskum hjúkrunarheimilum í gegnum norskar starfsmannaleigur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknarinnar: Eftir efnahagshrunið 2008 fór íslenskum hjúkrunarfræðingum fjölgandi sem fóru í vinnuferðir til Noregs. Fjöldi alþjóðlegra rannsókna er til um reynslu hjúkrunarfræðinga af störfum erlendis en hingað til hafa engar rannsóknir birst um reynslu íslenskra hjúkrunarfæðinga af störfum sínum á hjúkrunarheimilum erlendis í gegnum starfsmannaleigur. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga af tímabundnum störfum á hjúkrunarheimilum í Noregi og reynslu þeirra af samskiptum við norskar starfsmannaleigur. Aðferðafræði. Valin var fyrirbærafræðileg aðferð. Tekin voru tvö hálfstöðluð viðtöl við sjö íslenska hjúkrunarfræðinga sem fóru í tímabundnar vinnuferðir til Noregs, samtals 14 viðtöl. Helstu niðurstöður. Hjúkrunarfræðingarnir lögðu metnað sinn í að undirbúa sig sem best fyrir vinnuferðarnar meðal annars með því að læra norsku. Helstu ástæður fyrir vinnuferðunum var að afla fjár og breyta til. Reynsla þátttakenda af starfsmannaleigunum var blendin. Flestir þátttakendur greindu frá því að það hafi verið mjög erfitt að byrja að vinna, erfiðara en þeir áttu von á, en oftast gekk þeim vel að aðlagast nýju vinnuumhverfi. Allir hjúkrunarfræðingarnir sögðust hafa fengið góðar móttökur á hjúkrunarheimilunum og yfirleitt voru samskiptin góð. Allir hjúkrunarfræðingarnir nutu lífsins í Noregi og áttu þar góða tíma þegar fram liðu stundir. Helstu ályktanir. Leiða má líkum að því að áhugi íslenskra hjúkrunarfræðinga á vinnuferðum hafi dvínað eftir að hagvöxtur jókst á Íslandi eftir efnahagshrunið. Hugsanlegt er að ánægja íslensku hjúkrunarfræðinganna af vinnuferðum til Noregs sé að hluta til vegna þess að þeir vita að þeir munu snúa fljótlega heim aftur og hafa það algjörlega í hendi sér hvort eða hvenær þeir vilja fara aftur til Noregs að vinna.
    Lykilorð: Íslenskir hjúkrunarfræðingar, norsk hjúkrunarheimili, norskar starfsmannaleigur, tímabundið starf, fyrirbærafræði, viðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    Background of the study. After the economic collapse in 2008 the number of Icelandic nurses who went on working trips to Norway, increased. Series of international studies about nurses experiencing working abroad exist, but until now, no studies about Icelandic nurses experiencing working at foreign nursing homes via temporary work agencies, have been published. The purpose of the study was to increase knowledge and deepen understanding of the experience of Icelandic nurses working temporary jobs at nursing homes in Norway and their experience in dealing with Norwegian temporary work agencies. Methodology. A phenomenological approach was chosen. Two semistandardized interviews were conducted with seven Icelandic nurses who went on temporary working trips to Norway, a total of 14 interviews. Results. The nurses showed great ambition in their preparation for the working trips, including learning Norwegian. The principal reasons for the working trips were to raise money and to change surroundings. The participants had mixed experience with the temporary work agencies. Most of the participants expressed that it had been very hard to start working, tougher than they had expected but most of the time they were successful in adapting to a new working environment. All the nurses said they had received warm welcomes at the nursing homes, and most of the time the interactions were good. All the nurses enjoyed their life in Norway and in due course had a good time. Conclusions. It may be assumed that the interest of Icelandic nurses in going on working trips to Norway has waned after the economic growth in Iceland started increasing after the economic collapse. It is possible that Icelandic nurses overall contentment with the working trips to Norway is partly because they know they will shortly return home and it is entirely in their own hands whether or when they will go back to Norway to work.
    Keywords:Icelandic nurses, Norwegian nursing homes, Norwegian temporary work agencies, temporary job, phenomenology, interviews.

Samþykkt: 
  • 14.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - Þetta er töff (pdf).pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna