Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3121
Mikil ábyrgð og skylda hvílir á lögreglumönnum og því ekki fyrir hvern sem er að sinna lögreglustarfi. Starfið getur haft margvísleg áhrif á líðan lögreglumanna og ýmis persónuleg vandamál geta sprottið út frá því. Miklar kröfur, mikið álag, streituvaldandi aðstæður og vaktavinna geta orðið til þess að lögreglumenn leita frekar í áfengi en aðrir, þeir kulna í starfi, fjölskyldur þeirra sitja á hakanum og upp koma jafnvel sjálfsvígshugsanir.
Persónuleg aðstoð fyrir lögreglumenn er ekki mikil eins og staðan er í dag en reynt er að vinna að úrbótum. Til dæmis eru uppi hugmyndir um hjá ríkislögreglustjóra að vera með samning við þverfaglegt teymi sérfræðinga og þar á meðal gæti verið félagsráðgjafi. Þrír lögreglumenn sem rætt var við voru sammála um að lítið væri gert í þessum málum en menn kölluðu eftir meiri persónulegri þjónustu. Þörf á félagsráðgjafa fyrir lögreglumenn er til staðar og gæti starf hans verið margvíslegt eins og að sinna fjölskylduráðgjöf, hópavinnu og fræðslu fyrir maka lögreglumanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_fixed.pdf | 304,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |