is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31210

Titill: 
  • Von og kapítalískt þunglyndi : rannsókn á von og kapítalísku þunglyndi í performanslistaverkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um verk þriggja listamanna, James Leadbitter, Demi Nandhra og Ásrúnar Magnúsdóttur sem vinna öll á ólíkan hátt með von í verkum sínum. Rannsóknin gengur út á að skoða hvernig þessir listamenn takast á við það að vera haldin kapítalísku þunglyndi og hvar má finna von í verkum þeirra. Megin heimildir ritgerðarinnar eru sýningar listamannanna ásamt upptökum af verkunum, viðtal höfundar við listamanninn Ásrúnu Magnúsdóttur og bækurnar Depression: A public feeling eftir Ann Cvetkovich, Capitalist Realism: Is there no alternative? eftir Mark Fisher og Hope in the Dark: Untold histories and wild possibilities eftir Rebeccu Solnit. Fræðirammi ritgerðarinnar eru skrif Ranciere um list og listræn kerfi ásamt skrifum Cvetkovich og Fisher. Niðurstöður ritgerðarinnar eru ítarleg umfjöllun um aðferðir og nálganir listamannana sem vinna allir með von og nota listræna vinnu sína í pólitískum tilgangi. Listamennirnir vinna með hversdagsleg umfjöllunarefni, þeirra persónulegu lífsreynslu og setja hana í samhengi við hið pólitíska ástand í samfélaginu. Verkin eiga það sameiginlegt að hvetja til umbóta. Verk Ásrúnar vinnur með vonina og sýnir ekki kapítalíska þunglyndið. Verk Leadbitter og Nandhra vinna með þunglyndið í þeim tilgangi að laga það. Í verkum þeirra felst hárbeitt gagnrýni á kapítalískt samfélag ásamt von um breytingar.

  • Útdráttur er á ensku

    The essay is about the work of three artists, James Leadbitter, Demi Nandhra and Ásrún Magnúsdóttir, which all deal with hope in their work. The research is about looking into how the artists cope with capitalist depression and how their artwork represents hope. The main sources for the essay are the artists live shows and video recordings of the shows, the authors interview with the artist Ásrún Magnúsdóttir and the books Depression: A public feeling by Ann Cvetkovich, Capitalist Realism: Is there no alternative? by Mark Fisher and Hope in the Dark: Untold histories and wild possibilities by Rebecca Solnit. The theory which the eassay is based on are the writings of Ranciere on art and art regimes and Cvetkovich and Fisher. conclusion is a thorough deliberation on the methods and approaches of the artists. They all work with hope and have politicial artistic practices. The artists work with everyday topics and personal experiences and put that in context with society. The three pieces all have in common that they encourage improvement. Ásrúns work deals with hope and does not depict the capitalist depression. Leadbitters and Nandhras work deals with the depression as a way to fix it. In all the pieces there is sharp criticism of capitalist society and a hope for change.

Samþykkt: 
  • 14.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BaritgerðSkemman.pdf3.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna