is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31212

Titill: 
  • Fríðindakerfi íslensku viðskiptabankanna: Skipta fríðindakerfi íslensku viðskiptabankanna viðskiptavinina máli og eru þau tryggðarhvetjandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka með samanburði fríðindakerfi þriggja stærstu viðskiptabankanna á Íslandi hvort neytendur þekktu fríðindakerfi viðskiptabanka síns og væru að nýta sér þau ásamt því að meta hvort fríðindakerfi hafi einhver áhrif á tryggð viðskiptavina við viðskiptabanka þeirra. Gerð er grein fyrir helstu hugtökum sem skipta máli þegar fyrirtæki byggja upp sterk viðskiptatengsl við viðskiptavini sína. Fjallað er um fríðindakerfi þriggja stóru viðskiptabankanna á Íslandi; Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans. Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni var framkvæmd megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir 201 þátttakanda í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Kannað var hvort þátttakendur þekktu til fríðindakerfa viðskiptabanka síns og hvort þeir hafi nýtt sér fríðindin sem kerfið hefur upp á að bjóða. Niðurstöður sýndu að rúmlega helmingur þátttakenda þekktu fríðindakerfi viðskiptabanka síns og tæplega helmingur sem nýtti sér það. Að auki var metið hvort fríðindakerfi hafi einhver áhrif á tryggð viðskiptavina við viðskiptabanka sína. Rannsóknin leiddi í ljós að þátttakendur myndu líklega ekki skipta um viðskiptabanka ef önnur og betri kjör myndu bjóðast hjá samkeppnisaðilum. Í þessari rannsókn virðist sem fríðindaklúbbur Arion banka, Einkaklúbburinn, svari flestum þörfum þátttakenda. Þrátt fyrir það eru bæði fríðindakerfi Landsbankans, Aukakrónur, og fríðindakerfi Íslandsbanka, Fríða, þau fríðindakerfi sem voru efst í huga þátttakenda.

Samþykkt: 
  • 14.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-Fríðindakerfi íslensku viðskiptabankanna-LOK.pdf966.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna