Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31219
Völuspá er reiknirit unnið fyrir Borgun. Kerfið sér um spá á upphæðum út frá viðskiptasögu.Lagt var upp með í verkefninu að gera kerfi sem getur sagt til um hversu mikið fé þarf að vera til taks á reikningum Borgunar til þess að hægt sé að standa í skilum við seljendur. Því á að vera hægt að sjá til þess að nægt fjármagn sé tiltækt á reikningum félagsins erlendis og sömuleiðis sjá fyrir með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara hver væntanleg útborgun er. Hugmynd þessi var ekki ný af nálinni og hafði hún verið til staðar í þó nokkurn tíma. Enda hafði þörfin eftir lausn sem þessa aukist eftir því sem umsvif fyrirtækisins á erlendum markaði hafði orðið meiri. Áður fyrr þegar starfsemi Borgunar var aðallega innanlands var þetta ferli einfalt, hægt var að fá upplýsingar nokkuð greiðlega um stöðu mála frá bönkunum og auðveldlega
gekk að segja til um innistæðu þörf félagsins fyrir uppgjör. Eftir því sem starfsemin jókst þá bættust við lönd, bankar, myntir og fleiri breytur sem flækt hafði þessar aðgerðir óþarflega. Erfitt var að fara í gegnum eldri færslur og finna gögn og þær upplýsingar gáfu oft ekki lýsandi mynd fyrir væntanlegri útborgun. Því var markmið þessa verkefnis að byggja upp reiknilíkan sem tæki öll tiltæk gögn og á þeim byggt
upp nokkuð nákvæma spá um hver innistæða Borgunar þyrfti að vera í tilteknum banka svo hægt væri að greiða út til seljenda. Úr varð kerfið Völuspá sem sér um að safna saman viðeigandi gögnum, reikna út spá fyrir sérhvern seljanda og birta
það í einföldu viðmóti.
v
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 7.48 MB | Lokaður til...01.06.2038 | Heildartexti | ||
Borgun_umsokn um lokun undirritað.pdf | 609.72 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |