is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3123

Titill: 
  • Þunglyndi aldraðra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna algengi þunglyndis meðal aldraðra Íslendinga og nota til þess gögn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Þátttakendur voru 5343 á aldrinum 66-96 ára og rannsóknin fór fram á árunum 2002-2006. Allir þátttakendur fengu skimunarspurningar þar sem kannað var hvort fram kæmu vísbendingar um þunglyndi og hafði 23,8% þátttakenda vísbendingar um þunglyndi og fór sá hópur í M.I.N.I. geðgreiningarviðtal þar sem alvarleg geðlægð var metin samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu. Niðurstöður leiddu í ljós að 1,5% hafði yfirstandandi alvarlega geðlægð og 4,2% höfðu alvarlega geðlægð einhverntímann á ævinni. Niðurstöður eru í samræmi við tölur úr erlendum rannsóknum eða ívíð lægri. Hugsanlega eru þátttakendur í rannsókn Hjartaverndar sérstaklega heilbrigður hópur þar sem þeir veikustu treysta sér ekki til þátttöku í svo viðamikilli rannsókn sem rannsókn Hjartaverndar var. Kynjamunur var mun minni er almennt má sjá í erlendum rannsóknum. Algengi alvarlegrar geðlægðar lækkaði línulega með auknum aldri þátttakenda. Hugsanlega má skýra það með hærri dánartíðni eldra fólks með þunglyndi. Þessi rannsókn er sú stærsta sem gerð hefur verið á Íslandi á þunglyndi meðal aldraðra og gefur mikilvægar vísbendingar um algengi þunglyndis hérlendis.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThunglyndiAldradra_fixed.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna