is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31233

Titill: 
 • Áhrif utanbastdeyfingar á brjóstagjöf
 • Titill er á ensku Epidural effects on breastfeeding
Útdráttur: 
 • Ávinningur brjóstagjafar fyrir móður og barn til lengri og skemmri tíma er verulegur. Brjóstamjólkin er heppilegasta næring nýburans og kemur í veg fyrir ýmiskonar sýkingar ásamt því að hvetja til þroska heila og taugakerfis. Notkun utanbastdeyfingar í fæðingu hefur aukist umtalsvert undanfarinn áratug og hefur deyfingin kosti og galla í för með sér. Lyfin sem gefin eru í utanbast mænunnar berast yfir fylgju og til barnsins og getur deyfingin því haft áhrif á barnið.
  Tilgangur verkefnisins er að taka saman það efni sem til er um áhrif utanbastdeyfingar á brjóstagjöf. Markmið verkefnisins er að leitast við að svara spurningunni: Hefur notkun utanbastdeyfingar í fæðingu áhrif á brjóstagjöf? Leitað var eftir heimildum í rafrænum gagnagrunnum ásamt því að fengnar voru hugmyndir frá leiðbeinanda.
  Niðurstöðurnar voru þær að rannsóknum ber ekki saman um áhrif utanbastdeyfingar á brjóstagjöf. Niðurstöður 5 rannsókna leiddu í ljós að utanabastdeyfing hefði neikvæð áhirf á brjóstagjöf en 6 rannsóknir komust hinsvegar að þeirri niðurstöðu að utanbastdeyfing hefði ekki áhrif á brjóstagjöfina. Einnig kom í ljós að á þeim stofnunum þar sem notast var við Baby friendly hospital verklag var árangur brjóstagjafar meiri en á þeim stofnunum þar sem ekki var notast við verklagið. Einnig komu tvær rannsóknir inn á mikilvægi samveru móður og barns fyrir brjóstagjöf.
  Álykta má af þessum niðurstöðum að frekari rannsókna sé þörf á þessu viðfangsefni þar sem notkun utanbastdeyfingarinnar er algeng. Þó kemur fram í einhverjum rannsóknum að utanbastdeyfingin hafi neikvæð áhrif á brjóstagjöfina, sem er umhugsunarvert. Mikilvægt er að umgangast inngripið af virðingu en með góðum stuðningi ljósmæðra við brjóstagjöf ásamt því að virða mikilvægi samveru móður og barns, má að einhverju leyti sporna við þeim neikvæðu áhrifum sem deyfingin kann að hafa. Þannig má stuðla að farsælli brjóstagjöf sem er móður, barni og samfélaginu öllu til góða.
  Lykilorð: Fæðingarinngrip, brjóstagjöf, utanbastdeyfing, mænurótardeyfing

 • Útdráttur er á ensku

  The long-term and short-term benefits of breastfeeding for mother and the baby are significant. Breastmilk is the most suitable nutrition for the neonate and protects the neonate from various infections, as well as encourages the development of the brain and nervous system. The use of labour epidural analgesia has increased considerably over the last decade, but it has it’s benefits and risks. The drugs given in the epidural space crosses through the placenta and to the fetus. Therefore, epidural analgesia can affect the baby.
  The purpose of this thesis was to review the most current literature on the effects of epidural analgesia on breastfeeding. The objective was to try to answer the question: Does labour epidural analgesia affect breastfeeding? References were obtained from online databases, and ideas were acquired from the thesis supervisor.
  The results showed that studies do not agree on whether labour epidural analgesia effect breastfeeding or not. The results of five studies revealed that epidural analgesia has negative effects on breastfeeding, but six studies concluded that epidural analgesia had no affect on breastfeeding. It was also found that in institutions where the Baby-friendly Hospital Initiative was used, breastfeeding rates were higher than those in which the initiative was not in use. There were also two studies that discussed the importance of full rooming-in for the mother and the baby.
  Based on the findings, further research is needed on this subject, as the use of labour epidural analgesia is common. However, some studies indicate that epidural analgesia has negative effects on breastfeeding, which is worthy of consideration. It is important that healthcare staff respects the intervention, as well as support breastfeeding and respect the importance of rooming-in for the mother and the baby. In doing so, the negative effects on breastfeeding can be reduced. Thus, successful breastfeeding can be promoted, which benefits the mother, infant and the community.
  Keyword: Birth interventions, breastfeeding, epidural

Samþykkt: 
 • 14.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
utanbastdeyfing og brjóstagjöf.pdf695.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.png240.38 kBLokaðurSérskráPNG