is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31257

Titill: 
 • „Aðsókn að hljómleikum hér á landi er afleit, þó má undanskilja jazzhljómleika" : saga jazztónlistar á Íslandi 1945-1960
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tónlistarlíf Íslendinga tók miklum breytingum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar en árið 1930 spruttu upp ýmsar stofnanir sem áttu eftir að gegna lykilhlutverkum í þróun íslensks tónlistarlífs. Þá tóku Tónlistarskólinn í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Tónlistarfélagið í Reykjavík til starfa og stuttu síðar var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) stofnað. Eftir 1945 fór tónlistarskólum að fjölga og Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950.
  Þegar jazztónlist kom fyrst til landsins var hún umdeild. Þá var hún að mestu tengd skemmtanalífinu og voru jazzbönd auglýst á dansskemmtunum. Fólk taldi þessa tónlist spilla æskulýðnum og skemma tónlistargáfur þess. Jazztónlist og klassískri tónlist var gjarnan stillt upp á móti hver annarri þegar verið var að gagnrýna jazztónlist. Það virtist þó ekki vera raunin hjá sjálfum hljóðfæraleikurunum, því þeir sinntu báðum tegundum tónlistar jöfnum höndum. Upp úr 1945 eru dansleikir með jazzböndum æ sjaldnar auglýstir og meira er um að jazztónleikar séu auglýstir. Á þessum tíma er viðhorf til jazztónlistar að breytast en meira er um faglega umræðu. Það virðist gerast í kjölfar þess að jazztónlist hlaut í fyrsta sinn sitt eigið málsgagn árið 1947 þegar fyrsta tímaritið helgað jazztónlist hóf útgáfu.
  Herliðið á Keflavíkurflugvelli hafði víðtæk áhrif á þróun jazztónlistar en á meðal þeirra voru margir færir jazzleikarar sem kenndu íslenskum hljóðfæraleikurum og spiluðu með þeim. Það var mikil gróska í tónlistarlífinu á milli 1945 og 1960. Plötuútgáfa færðist í aukana, jam-sessionir voru haldnar reglulega, jazzklúbbar voru stofnaðir, jazzblöð hófu útgáfu, fyrstu erlendu jazztónlistarmennirnir komu til tónleikahalds og jazzþættir komu fyrst á dagskrá RÚV. Allt sem hér var nefnt var örfáum hugsjónamönnum og stuðningsmönnum jazztónlistar að þakka. Jazztónleikar og jam-sessionir voru vel sóttar og jazzáhugamönnum virtist vera að fjölga. Þátttaka kvenna í jazztónlist var ekki mikil og engar konur spiluðu í jazzhljómsveitum á þessum tíma, þó einhverjar hafi sinnt dægurlagasöng með þessum hljómsveitum. Það er ljóst af þessu að jazz var smátt og smátt að festa sig í sessi sem hluti af íslensku tónlistarlífi, en áður þótti hann eingöngu tilheyra skemmtanalífinu.

 • Útdráttur er á ensku

  During the first decades of the 20th century Icelandic musical life changed rapidly. In 1930 many cultural institutions were established that had a great impact. The National Radio, the Reykjavík Music College (Tónlistarskólinn í Reykjavík) and the Reykjavík Music Society (Tónlistarfélag Reykjavíkur) were founded that year and a little later the Icelandic Musicians‘ Union (Félag íslenskra hljómlistarmanna) was established. After 1945 many other music schools were founded as well as the Icelandic Symphony Orchestra in 1950.
  From the first arrival of jazz, the music divided opinions. Jazz music was mostly heard by jazz bands at dances. People were concerned about the corrupting forces of jazz music on young people and that it could hinder their musical taste and development. Jazz and classical music were considered to be enemies when jazz music was attacked. Yet, that was not the case for the players themselves as they played both music styles in equal amounts. From 1945, jazz concerts become more frequent and jazz bands are rarely announced when advertising dances. The reception of jazz changes during this time period, 1945-1960, and the discourse becomes more professional, which seems to go hand in hand with the first publication of a magazine dedicated to jazz music in 1947.
  The presence of the U.S. military at the Airport in Keflavík had a great impact on the development of jazz music. Among their staff were many jazz musicians who taught Icelandic musicians and played with them. There was a great growth in Icelandic music life during this time period. Record production increased, jam-sessions were held, jazz clubs and jazz magazines were founded, foreign jazz musicians came to give concerts and jazz episodes were broadcasted on the National Radio. This growth was fuelled by few jazz enthusiasts. Jazz concerts and the jam-sessions were really popular and the attendance was good. Women did not take a big part in the scene, they never played in jazz bands even though some did sing popular music with the bands.
  Jazz music was slowly gaining a recognition as part of the music scene, but earlier it was seen to contribute only to public entertainment.

Samþykkt: 
 • 15.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd MA - Asbjorg.pdf468.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Máría - lokaverk.pdf3.6 MBOpinnNóturPDFSkoða/Opna
LHI 060518 - Ásbjörg Jónsdóttir Óklippt.wav520.68 MBOpinnTónleikarWAVSkoða/Opna
LHI 060518 - Ásbjörg Jónsdóttir.mp339.15 MBOpinnTónleikarMPEG AudioSkoða/Opna