is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31259

Titill: 
 • Hljóðferli í tali tveggja til átta ára barna. Þróun aldursbundinna viðmiða fyrir Málhljóðapróf ÞM
 • Titill er á ensku Phonological processes in the speech of Icelandic children ages 2-8 years. Working towards developmental norms
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Málhljóðaröskun felur í sér að þróun málhljóða í tali barns er ekki í samræmi við það sem vænta má út frá aldri þess og þroska. Algengasta aðferðin við að greina málhljóðaröskun er með fyrirlögn framburðarprófa og þannig má leggja mat á hvort frávik í framburði barna séu aldurssvarandi eða hvort þörf sé á talþjálfun. Hægt er að styðjast við ýmsar greiningarleiðir til að greina framburðarfrávik. Hin svokallaða hljóðferlagreining (e. phonological process analysis) er ein þeirra. Þegar hljóðferlagreiningu er beitt er tal barna skoðað út frá ferlum sem fela í sér kerfisbundna hljóðbreytingu eða einföldun sem hefur áhrif á flokk hljóða eftir myndunarstað, myndunarhætti og atkvæðagerð. Hljóðferlagreining gerir talmeinafræðingum kleift að kortleggja hljóðkerfi barns og greina ákveðin mynstur í frávikum þess. Þessi mynstur, eða ferli, er síðan hægt að vinna markvisst með í talþjálfun í því skyni að gera framburð barnsins líkari framburði fullorðinna. Markmið þessa meistaraverkefnis var að vinna úr stöðlunargögnum Málhljóðaprófs ÞM með tilliti til hljóðferlagreiningar og um leið að stíga fyrstu skrefin í átt að þróun aldursbundinna viðmiða um hljóðferli í tali íslenskra barna á aldrinum tveggja til átta ára (2;6-7;11). Með því að hafa nákvæm viðmið um hljóðferli í tali íslenskra barna má betur greina hvaða frávik teljast aldurssvarandi og hvaða frávik benda til röskunar. Með hljóðferlagreiningu má þannig leggja mat á hvort málhljóðaröskun sé til staðar eða ekki.
  Alls voru hljóðferli greind í tali 433 barna á aldrinum 2;6-7;11 ára. Unnið var með fyrirliggjandi gögn sem þegar hafði verið búið að greina að stórum hluta. Rannsakandi lauk síðan við greiningu gagnanna og frekari úrvinnslu þeirra. Úrtakinu var skipt í níu aldurshópa svo unnt væri að kanna þróun og breytileika virkra hljóðferla eftir aldri. Hljóðferli var metið virkt ef það kom fyrir þrisvar sinnum eða oftar í tali barns. Í einstaka tilvikum reyndust tækifæri til myndunar ákveðinna hljóða og hljóðferla takmörkuð og því var ekki hægt að styðjast við sömu viðmið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að jafnaði lækkandi hlutfall hljóðferla í takt við aukinn aldur barna. Hljóðferli voru hvoru tveggja notuð í minna mæli auk þess sem þeim fækkaði eftir því sem börnin urðu eldri. Notkun einstakra hljóðferla jókst þó með auknum aldri vegna þroskabreytinga í hljóðkerfi barna. Munur á meðaltali hljóðferla mældist marktækur á milli yngsta og elsta aldurshóps rannsóknarinnar. Þá mældist yfirleitt marktækur munur á milli aldurshópa, nema þeirra sem voru samliggjandi. Rjáfuráhrifa tók að gæta hjá elstu aldurshópunum. Það verður að teljast eðlilegt í ljósi þess að eftir því sem börn eldast verður minni breytileiki í hljóðkerfi þeirra, frávikin verða færri og framburðurinn tekur að líkjast framburði fullorðinna.
  Skiptihljóðun reyndist vera algengasti flokkur hljóðferla í tali barna í öllum aldursflokkum. Því næst kom breyting á atkvæðagerð. Slík ferli voru algengust meðal yngri barna en með auknum aldri dró úr notkun þeirra. Loks má nefna samlögun, en hún kom nánast eingöngu fram í tali yngsta aldursþriðjungsins.

 • Útdráttur er á ensku

  When children have difficulties with articulation of speech sounds past an expected age, they are diagnosed with speech sound disorders. The term includes both articulation disorder and phonological disorder/impairment. Assessment of a speech sound disorder is most often made by administering an articulation/phonological test. The results indicate whether the child’s mismatches are age-appropriate or whether the child should be referred to speech therapy. There are several ways to analyse a speech sound disorder. One approach is phonological process analysis. Phonological processes are systematic sound changes and simplifications that affect classes of phonemes based on place, manner, and laryngeal features, i.e., not just individual phonemes. This type of analysis identifies context beyond the individual phoneme by taking into account word position and syllable structure. Speech and language therapists use phonological process analysis to find error patterns or speech simplifications in the child’s phonological system in order to determine the need for therapy and to assist with establishing goals for treatment.
  The main objective of this study was to analyse phonological processes in the speech of Icelandic children between two and eight years of age. The processes were analysed using data from a standardized sample of an Icelandic articulation test, Málhljóðapróf ÞM. Phonological processes were analysed in the speech of 433 Icelandic children aged 2;6-7;11 years. A part of the analysis had already taken place before the study. A phonological process was considered to be active when it appeared at least three times in a child’s speech. An exception was made in the case of four processes, for which the test provided limited opportunities to apply.
  The results showed that the number of active processes decreased considerably with age. Older children exhibited fewer phonological processes than did the younger children. The frequency of occurrence also reduced in most instances. Some processes increased with age, which was concluded to be due to changes in the children’s phonological system as their speech developed. As expected, there was a statistically significant difference detected in the mean number of active phonological processes between the oldest and the youngest age groups in the study. In fact, there was a significant difference between most age groups, except groups adjacent in age. A ceiling effect was detected in the oldest age groups. This was to be expected as the speech of children becomes more adult-like as children grow older and their phonological system develops.
  The most common phonological processes in the speech of children of all age groups were substitutions. Processes that involved a change in syllable structure were also common, however more so in the speech of the younger children. Assimilation only occurred in the speech of the youngest age groups.

Samþykkt: 
 • 15.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - skemman.pdf664.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - skemman Anna.pdf19.94 kBLokaðurPDF