en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31260

Title: 
  • Title is in Icelandic Ægifegurð eldfjalla: Áhættuupplifun ferðamanna á Laugaveginum vegna eldgosavár
  • Sublime volcanoes: Tourists’ experiences of volcanic risk on the Laugavegur hiking trail
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á undanförnum árum hefur áhugi ferðamanna á náttúru Íslands aukist jafnt og þétt. Margir ferðamenn sækjast í umhverfi sem býr yfir náttúrulegum ógnum. Í þessu verkefni er leitast við að varpa ljósi á merkingu og gildi náttúrulegs umhverfis fyrir ferðamenn á göngu um svæði sveipað náttúruvá af völdum eldgosa og sérstaklega skoðað aðdráttarafl eldvirkra svæða fyrir þá. Einnig eru viðbragðsáætlanir og miðlun stjórnvalda á náttúruvá til ferðamanna skoðaðar. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar voru til grundvallar eru eftirfarandi: 1) Hvernig miðla stjórnvöld upplýsingum um náttúruvá til ferðamanna og hvernig er viðbragðsáætlunum og miðlun þeirra háttað? 2) Upplifa ferðamenn ógnir í náttúrunni og ef svo er, hvernig bregðast þeir við þeim?
    Kenningarnar sem stuðst er við snúast um leit ferðamanna af upplifun, áhættuupplifun og ægifegurð. Rannsóknin byggist á þátttökuathugun og djúpviðtölum við 11 þátttakendur í fjögurra daga göngu á Laugaveginum, á sama tíma og gefin hafði verið út viðvörun um auknar líkur á eldgosi í Kötlu og Heklu í ágúst árið 2016Verkefnið dregur fram hvernig ferðamenn upplifa möguleikann á áhættu í náttúrunni sem þeir hafa ekki persónulega reynslu af, á jákvæðan hátt án þess að upplifa það sem eitthvað hættulegt heldur frekar eins og eitthvað spennandi, einstakt, ægifagurt og skáldað. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að möguleiki á eldgosi styrkti þessa upplifun þátttakendanna og gerði gönguna enn sérstakari. Þeir reiknuðu með að leiðsögumaðurinn myndi bera ábyrgð á öryggi þeirra og veittu því upplýsingum um rýmingar og viðbragðsáætlanir takmarkaða athygli. Þau skipti sem viðmælendur fundu fyrir ógnunum á neikvæðan hátt var annars vegar við minnisvarða um látna ferðamenn á gönguleiðinni og hins vegar í návígi við eldstöðvar sem höfðu gosið nýlega. Það sýnir að það þarf að móta nýja nálgun til þess að ná til ferðamanna bæði til þess að stuðla að því að þeir beri ábyrgð á sjálfum sér og að þeir tileinki sér þær upplýsingar sem gætu verndað þá ef á þyrfti að halda.

  • Tourist’s interests in Icelandic nature has increased in the last few years. Many tourists seek out hazardous environment in the highlands of Iceland. This paper focuses on understanding the meaning and value of the natural environment for tourists. The research was on a hiking trail which was near a natural hazard connected to volcanic sites. The attraction of volcanic sites is studied in this paper as well as the monitoring and the mitigation plans of the authorities in efforts to decrease the risk facing tourists. The research questions at the base of the research are the following: 1) how do authorities mediate information about natural hazards to tourists and how are their risk preparation plans? 2) Do tourists experience risks in nature and if so how do they react to them? The theories that were used to support the research focused on tourist’s search for an experience, risk experience and the sublime. The research was based on participatory observation and in-depth interviews with 11 participants during a four-day hiking on the trail Laugavegur at the same time as the there was an increased risk of volcanic eruptions in the volcanoes Hekla and Katla in august of 2016. The research brings to light how tourists view hitherto unexperienced natural hazards, as something positive instead as something threatening or dangerous. They rather experience it as something exciting, unique, sublime and unreal. The results of the research were that an increased possibility of an eruption, amplified the experience of the tourists and made the hike more unique. They assumed that their guide would be completely responsible for their safety and thereby ignored mostly the mitigation plans during the hike. The rare times that the participants felt threatened was ether by the memorials for people who had lost their lives on the trail or when they were located by the volcanic craters. It shows that a new method is needed to react tourists, both to ensure that they take responsibility for themselves and they absorb lifesaving information if needed

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Fjárhagslegur stuðningir frá Háskóla Íslands til rannsókna á náttúruferðamennsku. Verkefnið var kynnt sem hluti af verkefnum NORDRESS: Nordic Centre of Excellence on Resilience and Societal Security.
Accepted: 
  • Jun 15, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31260


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ægifegurð eldfjalla.8.maí..pdf2.29 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsingÞórhildur.pdf3.28 MBLockedYfirlýsingPDF