is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31261

Titill: 
 • Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) Þriðja forprófun á málþroskaprófi fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára (Málskilningshluti)
 • Titill er á ensku Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) Third pretesting of an Icelandic language assessment test for children ages four to six (Receptive language part)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Skortur er á áreiðanlegum íslenskum málþroskaprófum við mat á alhliða málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára. Flest málþroskapróf sem notuð eru í dag eru erlend og hafa verið þýdd eða staðfærð. Aðeins örfá próf hafa verið stöðluð að íslensku þýði. Íslenskt málþroskapróf sem byggir á máltöku íslenskra barna og ber heitið Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) hefur undanfarin ár verið í þróun. Tvær forprófanir á prófinu hafa verið framkvæmdar og er þessi rannsókn liður í áframhaldandi þróun.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að halda áfram með þróun á MELB og gera þriðju forprófun á prófinu. Skoðað var hvort prófatriði í þeim þáttum sem falla undir málskilningshluta prófsins henta til að meta málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára.
  Efni og aðferðir: Mælitækið var forprófað á 136 íslenskum leikskólabörnum á aldrinum 4;0-5;11 ára (ár;mánuður). Þátttökuskilyrði voru að börnin væru; eintyngd á íslensku, með eðlilega heyrn og án greindra þroskafrávika. Börnunum var skipt í þrjá hópa. Reiknuð voru út meðaltöl og staðalfrávik prófþátta, meðaltöl prófatriða innan hvers prófþáttar auk þess sem munur á meðaltölum eftir aldursbilum var reiknaður. Einhliða dreifigreining (e. one way ANOVA) var gerð til að gera meðaltalssamanburð á milli aldursbila (p < 0,001). Notast var við t-próf til að sjá hvort munur væri á heildarmeðaltölum eftir kyni. Þyngdardreifing atriða var skoðuð innan hvers prófþáttar hjá hverju aldursbili fyrir sig. Innri áreiðanleiki var metinn með Kuder-Richardson (KR-20) fyrir heildarútkomu og prófþætti (> 0,70) og fylgni prófatriða við heildartölu hvers prófþáttar (> 0,30). Jafnframt var fylgni milli prófþátta reiknuð.
  Niðurstöður: Geta barna jókst með auknum aldri í öllum prófþáttum. Marktækur munur reyndist vera á meðaltölum barna á yngri, mið og elsta aldursbili í öllum prófþáttum (p < 0,001). Ekki reyndist marktækur munur milli kynja í neinum tilfellum (p < 0,05). Innri áreiðanleiki var viðunandi fyrir heildarútkomu (rtt = 0,91) og prófþættina: Skilningur: Orð (rtt = 0,70), Skilningur: Hugtök (rtt = 0,70) og Skilningur: Hljóðkerfisvitund (rtt = 0,88). Áreiðanleikinn fyrir Skilningur: Setningar var óviðunandi (rtt = 0,68). Fylgni atriða við heildartölu var á bilinu -0,09 til 0,63. Marktæk fylgni reyndist vera á milli prófþátta þar sem allir fylgnistuðlar mældust yfir 0,50 (p < 0,001).
  Ályktanir: Áreiðanleikinn fyrir málskilning í heild er viðunandi fyrir túlkun á niðurstöðum greiningar með áreiðanlegum hætti og við ákvörðun á viðeigandi íhlutun. Nokkur atriði stóðust ekki próffræðilegar kröfur (t.d. varðandi þyngd og áreiðanleika) og henta því ekki til að meta málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára. Næsta skref í þróun prófsins er að skoða hvernig próffræðilegir eiginleikar prófþáttanna koma út þegar búið er að fella brott óviðunandi atriði úr þessari forprófun. Að því loknu er unnt að framkvæma réttmætisathuganir og staðla prófið á landsvísu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: An Icelandic language developmental assessment test for preschool children is lacking. Most tests are foreign and have been translated or adapted. Few tests are standardized to the local population. A new Icelandic test, Málfærni eldri leikskólabarna (MELB), has been in development in the last few years. Two pilot studies have previously been conducted.
  Goals: The aim was to evaluate whether the receptive language components of the test are suitable for evaluating language development in older preschool children.
  Material and methods: 19 preschools participated in this study. Children at the age of four to six that were monolingual, had normal hearing and no developmental disorders were selected. Participants were divided into three age groups. One-way ANOVA vas used to compare the difference between the age groups. Internal reliability was evaluated by Kuder-Richardson (KR-20) for overall outcomes and test components (> 0,70) and correlation of test items with the total scores of each test component (> 0,30).
  Results: 136 children were selected. Age range: 4;00 – 5;11 years (year; month). Children’s test ability increased with increasing age in all of the four test components (p < 0,001). No significant difference was found between genders (p > 0,01). Internal reliability was satisfactory for: overall outcome (rtt = 0,91), word understanding (rtt = 0,70), concepts understanding (rtt = 0,70) and phonological awareness (rtt = 0,88). The reliability for sentences understanding was not acceptable (rtt = 0,68). The correlation of items with the total score was in the range of -0,09 to 0,63. Significant correlation was found between the test components, all being greater than 0,50 (p < 0,001).
  Conclusions: The reliability for receptive language as a whole is satisfactory to accurately interpret diagnosis results and organize an appropriate intervention. The next step in the development of the test is to evaluate how the psychometric properties of the test components are when items that unsatisfactory in this pilot study have been deleted. After that, hopefully validity study and standardization can be carried out.

Samþykkt: 
 • 15.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð Hafdís Erla 1.pdf1.44 MBOpinnPDFSkoða/Opna
hafdís erla.pdf303.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF