Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31271
The objective of this population study was to add to the available literature in sport psychology on psychological skills, mental toughness and competitive anxiety by examining differences in these factors in elite Icelandic athletes by (i) gender, (ii) age and (iii) type of sport (individual vs. team sport). A total of 177 male and 198 female athletes (age 22,25 +- 7,07 years) from six sports (basketball, equestrian sport, football, golf, handball and Olympic weightlifting) answered the test battery in part or in whole. Three questionnaires were used: The Test of Performance Strategies Questionnaire (TOPS) which measures the psychological skills used by athletes in competition and practice; the Sport Mental Toughness Questionnaire (SMTQ) which measures mental toughness; and the Sport Anxiety Scale-2 (SAS-2) which measures anxiety in sport performance. An independent samples t-test was used to examine differences between gender and type of sport and a one-way ANOVA with a Bonferroni post-hoc test was used to examine differences between age groups. The results revealed several differences in all group comparisons. Women seem to employ more self-talk and experience more problems with anxiety in sport whereas men score higher on mental toughness, emotional and attentional control. Older athletes seem to have more confidence and less anxiety problems than younger athletes. Individual sport athletes employ imagery and goal setting better than team sport athletes whereas team sport athletes seem to be more mentally tough and have better concentration as they scored lower on the concentration disruption subscale of the SAS-2.
Markmiðið með þessari þýðisrannsókn var að bæta við núverandi gagnasafn í íþróttasálfræði um hugræna færni, andlegan styrk og keppniskvíða með því að kanna muninn á þessum þáttum hjá íslensku afreksíþróttafólki eftir (i) kyni, (ii) aldri og (iii) gerð íþróttar (einstaklings- eða hópíþrótt). Alls svöruðu 177 karlar og 198 konur (meðalaldur: 22,25 +- 7,07 ár) úr sex íþróttagreinum (fótbolti, golf, handbolti, hestaíþróttir, körfubolti og ólympískar lyftingar) rannsókninni í heild eða að hluta. Þrír spurningalistar voru notaðir: The Test of Performance Strategies Questionnaire (TOPS) sem mælir hugræna færni íþróttafólks í keppni og á æfingum; the Sport Mental Toughness Questionnaire (SMTQ) sem mælir andlegan styrk; og the Sport Anxiety Scale-2 (SAS-2) sem mælir kvíða við frammistöðu íþróttafólks. T-próf óháðra úrtaka var notað til að kanna mun eftir kyni og gerð íþróttar en einhliða dreifigreining (ANOVA) til að skoða mun eftir aldurshópum. Niðurstöður samanburðarins leiddu í ljós mun á fjölmörgum undirþáttum prófanna eftir kyni, aldri og gerð íþróttar. Niðurstöðurnar sýndu meðal annars að konur virðast nýta sjálfstal meira en karlar en þær upplifa einnig meiri kvíða á meðan karlar skora hærra á andlegum styrk, athyglis- og tilfinningastjórn. Eldra íþróttafólk býr yfir meira sjálfstrausti og upplifir minni kvíða en yngra íþróttafólk. Einstaklingsíþróttafólk notar sjónmyndir og markmiðssetningu meira en hópíþróttafólk sem aftur á móti býr yfir meiri andlegum styrk og virðist hafa betri einbeitingu þar sem þeirra skor á undirkvarða SAS-2, truflun á einbeitingu, var lægra en hjá einstaklingsíþróttafólki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PS, MT and competitive anxiety in elite athletes.pdf | 815.89 kB | Lokaður til...31.05.2025 | Heildartexti | ||
Beiðni um lokun_Arna Valgerður Erlingsdóttir.pdf | 405.95 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |