is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31275

Titill: 
 • Upplifun kvenna af innri skoðunum í fæðingu - Fræðileg samantekt
 • Women’s experience of vaginal examination during labour - Literature review
Útdráttur: 
 • Innri skoðanir eru mest notaða leiðin við mat á framgangi í fæðingum víðsvegar í heiminum. Síðastliðin sextíu ár hefur tíðkast að gera reglubundnar innri skoðanir með það að markmiði að bæta útkomu mæðra og nýbura. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að tíðar innri skoðanir auka líkur á rangri greiningu á langdreginni fæðingu og þannig óþarfa inngripum. Tíðar innri skoðanir geta einnig aukið líkur á sýkingum hjá móður og barni auk þess sem framkvæmd slíkra skoðana gengur nærri einkalífi konunnar og getur truflað eðlilegt fæðingarferli.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að öðlast innsýn í innri skoðanir og áhrif þeirra á konur. Markmið hennar er að svara rannsóknarspurningunni: Hver er upplifun kvenna af innri skoðunum? Notast var við gagnagrunnana Cinahl, PubMed, Leitir.is og Google Scholar og stuðst við leitarorðin vaginal examination, women‘s experience, labor, labour, labor progress, gynecologic examination, pelvic examination í mismuandi samsetningum. Vegna mjög takamarkaðra heimilda um efnið var einnig gerð óformleg netkönnun til þess að fá meiri innsýn í upplifanir kvenna hér á landi.
  Niðurstöður samantektarinnar sýna að konur telja innri skoðanir vera eðlilegan hluta af fæðingarferlinu. Algengt er að konur upplifi verki og óþægindi við innri skoðanir og jafnvel skömm. Ef skoðunin er framkvæmd af nærgætni og virðingu við konuna er ólíklegra að konur upplifi neikvæðar tilfinningar í tengslum við innri skoðanir. Konur vilja fá fræðslu um tilgang og framkvæmd innri skoðana auk þess að fá að vera þátttakendur í ákvörðunartöku varðandi framkvæmd þeirra. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að konur eru almennt mjög ánægðar með framkvæmd innri skoðana hér á landi og upplifa langfæstar neikvæðar tilfinningar við framkvæmd þeirra og finnst þær almennt ekki trufla sig.
  Innri skoðanir eru stór hluti ljósmæðrastarfsins sem mikilvægt er að bera virðingu fyrir og kunna að fara með. Mikilvægt er því að gagnreynd þekking liggi að baki við reglubundna notkun slíkra skoðana en skortur er á rannsóknum til þess að staðfesta það og þörf á frekari rannsóknum varðandi upplifanir kvenna af innri skoðunum og klínískum ávinningi þeirra í nútímasamfélagi.
  Lykilorð: Innri skoðanir, upplifun kvenna, fæðingarferli

 • Vaginal examination is the most common assessment tool used to measure labour progress worldwide. For the past 60 years, women in labour have been monitored with routine vaginal examinations in order to improve the health of mothers and their newborns. On the other hand, repeated vaginal examinations can increase the rate of falsely diagnosed cases of dystocia, resulting in unnecessary interventions. Vaginal examinations is also a highly sensitive procedure that can disturb the physiology of childbirth and if repeated too often it can increase the risk of infection.
  The purpose of this literature review is to gain insight into vaginal examinations and the effect that they have on women. The goal of this study is to answer the question: How do women experience vaginal examinations? Data was collected through Cinahl, PubMed, Leitir.is and Google Scholar using the following search words: vaginal examination, women’s experience, labour, labor progress, gynecological examination and pelvic examination. To make up for the lack of material available, an informal, anonymous survey was conducted to obtain more data on the subject.
  Collected data implied that women look at vaginal examinations as a natural part of the labour process, but it is not unusual for them to feel uncomfortable experience pain or even become embarrassed. Most Icelandic women have positive experience of their examinations and rarely any of the women were bothered by them according to the survey. By treating women with sensitive care and respect during vaginal examination, the risk of negative effects were minimized. Women want to be informed about the purpose and progress of the vaginal examinations and participate in the decision making of the examination.
  Vaginal examinations are big part of midwifery. It is important to perform them with respect and to know when they are appropriate and necessary. It is important to have good evidence for routine use of such procedures but there is a lack of research to confirm that. Also more research is needed to assess women’s experiences of vaginal examination and clinical benefit of its use in contemporary society.
  Keywords: Vaginal examinations, women's experience, labour progress.

Samþykkt: 
 • 18.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun kvenna af innri skoðunum í fæðingu - fræðileg samantekt.pdf671.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
íris ósk.jpg468.54 kBLokaðurJPG