is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31283

Titill: 
 • Fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins. Megintilgangurinn er að gera grein fyrir framsali ríkisvalds vegna EES-samningsins og hvort forsendur þess að samningurinn var talinn samrýmast Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 standist með hliðsjón af framkvæmd samningsins og yfirþjóðlegu eðli Evrópusambandsins. Verður litið til forsendna fjórmenningaálitsins sem byggt var á þegar valdframsal vegna EES-samningsins var í upphafi talið samrýmast stjórnarskránni og hvernig fyrirkomulag vegna valdframsals hefur verið háttað síðan þá en EES-gerðir hafa ítrekað valdið stjórnskipulegum álitamálum á Íslandi. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hefur Ísland, sem eitt af EFTA ríkjunum aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en Evrópusambandið sker sig frá hefðbundnu milliríkjasamstarfi með yfirþjóðlegu eðli sínu gagnvart aðildarríkjum sambandsins. Meðal þeirra forsendna sem lagt var upp með við samningsviðræður EFTA-ríkjanna við ESB um EES-samninginn var að samningurinn myndi lúta meginreglum hefðbundins milliríkjasamnings. EFTA-ríkin voru ekki tilbúin til þess að gangast við valdframsali til yfirþjóðlegra alþjóðastofnana í sama mæli og aðildarríki ESB höfðu gert. Hins vegar í ljósi þróunar á fyrirkomulagi valdframsals vegna EES-samningsins verður hann ekki talinn endurspegla hefðbundið milliríkjasamstarf heldur ber hann mörg einkenni þess að vera yfirþjóðlegs eðlis.
  Alvarlegar efasemdir hafa verið uppi meðal fræðimanna um samrýmanleika EES-samningsins við stjórnarskrána sem hefur ekki að geyma stjórnarskrárákvæði sem fjallar sérstaklega um framsal ríkisvalds. Á síðastliðnum tveimur áratugum hefur sérstofnunum Evrópusambandsins sem fara með vald til þess að taka bindandi ákvarðanir gagnvart einstaklingum og lögaðilum fjölgað, en með því að heimila alþjóðastofnunum slíka ákvarðanatöku eru valdheimildir ríkisins færðar til þeirra. Hefur sjónarmiðum um svigrúm Alþingis sem löggjafarvalds til þess að túlka stjórnarskránna svo ekki þrengi að möguleikum Íslands í alþjóðasamstarfi verið gert hátt undir höfði en í ljósi þess hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins hefur þróast verður það ekki talið standast þær forsendur sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is the structure and delegation of powers due to the EEA agreement. The main object is to explore the premises which were the basis for the EEA-agreement to be considered compatible with the Icelandic Constitution no. 33/1944 in light of the execution of the agreement and the supranational elements of the European Union. The premises laid out in an expert opinion from 1992 of four respected lawyers will be considered as well as how several EEA legislation's that have caused constitutional dilemmas in Iceland have been handled. Upon entering into the EEA-agreement one of the premises of the EFTA-countries was to not consent to supranational power being delegated to EU institutions on the same level as EU member states have done. However, in light of the development of the EEA-agreement and delegation of powers, the agreement can not be considered to reflect a traditional international agreement but has clear supranational characteristics.
  Constitutional experts have raised concerns about the EEA-agreement and its compatibility with the Icelandic Constitution which unlike other constitutions in Europe has no provision concerning delegation of powers to international institutions. In the last two decades, the establishment of independent institutions with powers to make binding decisions against member states within the EU has increased. Arguments about parliamentary capacity to interpret the Icelandic Constitution in a way that does not limit Iceland's participation on an international platform have been emphasized but the premises which were the basis of the EEA-agreement being considered not in violation of the Icelandic Constitution do not hold water considering the development of the structure and delegation of powers due to the EEA-agreement.

Samþykkt: 
 • 18.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð. Alexandra Adebyi.14052018.pdf780.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Beiðni_Alexandra Björk Adebyi.pdf403.9 kBOpinnPDFSkoða/Opna