is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31284

Titill: 
 • Réttarstaða útsendra starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu: Inntak og túlkun tilskipunar 96/71/EB um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu og íslenskur réttur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Réttarstaða útsendra starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu: Inntak og túlkun tilskipunar 96/71/EB um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu og íslenskur réttur.
  Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á réttarstöðu útsendra starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu og hér á landi. Útsendur starfsmaður er starfsmaður sem sendur er af atvinnurekenda í því skyni að veita þjónustu í tiltekinn tíma á yfirráðasvæði annars EES-ríkis en þess sem hann starfar venjulega í. Útsendir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki á innri markaði og þá sérstaklega í tengslum við frjálsa þjónustustarfsemi milli EES-ríkja. Réttarstaða útsendra starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu hefur valdið miklum ágreiningi þar sem ekki hefur náðst jafnvægi á milli reglna innri markaðar og félagslegrar verndar útsendra starfsmanna.
  Í ritgerðinni verður fjallað um frelsið til að veita þjónustu og ástæður þess að útsendir starfsmenn falla undir reglur 36.- 39. gr. EES-samningsins. Þá verður gert grein fyrir inntaki tilskipunar 96/71/EB um útsenda starfsmenn. Með tilskipun 96/71/EB um útsendra starfsmanna var reynt að samræma lágmarksreglur um útsenda starfsmenn og setja viðeigandi vernd fyrir þá. Næst verður dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins reifuð ítarlega. Töluvert hefur reynt á réttindi útsendra starfsmanna fyrir Evrópudómstólnum og hefur túlkun dómstólsins valdið miklum ágreiningi.
  Þá verður vikið að réttarstöðu útsendra starfsmanna á Íslandi. Tilskipun 96/71/EB um útsendra starfsmanna var innleidd með lögum nr. 45/2007. Verður fjallað um ákvæði laga nr. 45/2007 og lagt mat á hvort lögin samrýmast tilskipun 96/71/EB um útsendra starfsmanna. Stuttlega verður gert grein fyrir breytingartillögu laga nr. 45/2007 sem hefur verið lögð fyrir Alþingi. Jafnframt verður fjallað um mál Primera Air Nordic sem reyndi á gildissvið laga nr. 45/2007 og heimildir íslenskra stéttarfélaga gagnvart erlendum þjónustufyrirtækjum. Að auki verður litið til tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um breytingar á tilskipun 96/71/EB um útsendra starfsmanna. Að lokum verða aðalatriði ritgerðarinnar dregin saman og gert grein fyrir niðurstöðum höfundar.

Samþykkt: 
 • 18.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(l)2018_AKA_Útsendir starfsmenn.pdf775.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokun lokaverkefnis_Alexandra Kjærnested Arnarsd.pdf456.31 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna