is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31287

Titill: 
  • Réttarvernd lögreglumanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um réttarvernd lögreglumanna eins og hún birtist í 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dómum sem fallið hafa vegna brota á þeirri grein. Farið er yfir hvernig málum var háttað áður en 106. gr. var breytt árið 2007, í þeim tilgangi að auka réttarvernd lögreglumanna, og hver áhrif sú lagabreyting hefur haft. Gerð er grein fyrir þeim verndarhagsmunum sem búa að baki 1. mgr. 106. gr. hgl., en þar er um að ræða bæði persónulega og opinbera hagsmuni. Hugtakið ofbeldi er skoðað til að varpa ljósi á hvers lags háttsemi getur fallið undir 106. gr. hgl. Tekinn er fyrir munurinn á refsingum fyrir ofbeldisbrot skv. 106. gr. hgl. og ofbeldisbrot skv. 217. og 218. gr. hgl. Til að skýra inntak ákvæðisins, sem og gera samanburð við önnur lönd, er litið til umfjöllunar og niðurstöðu dóma í Danmörku og Noregi.
    Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvort lögreglumenn njóti nægrar réttarverndar í íslenskri dómaframkvæmd samanborið við almenna borgara og einnig aðra opinbera starfsmenn. Var því farið yfir dómaframkvæmd Hæstaréttar frá því árið 2000 ásamt því að skoða héraðsdóma í sama skyni og valdir út þeir dómar sem hér er stuðst við. Út frá þeirri umfjöllun er komist að þeirri niðurstöðu að réttarvernd lögreglumanna á Íslandi má bæta þegar kemur að ofbeldi gagnvart lögreglumönnum sem leiðir af sér minniháttar áverka. Má í því sambandi horfa til Danmerkur og Noregs þar sem refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum eru að jafnaði ekki skilorðsbundnar.

  • This essay addresses laws intended to protect policemen, specifically article 106 in the Icelandic Penal Code Act No. 19/1940, and judgements based on those laws. Here are discussed judgements pronounced, prior to an amendment made to article 106 in 2007, intended to increase the protection police are given, and the effect of aforementioned change. The purpose of, and the intended protection of police interest, in article 106, is asserted, with view to both private and public interest. The concept of violence is defined in order to make clear which crime fall under article 106 and, the difference in judgements pronounced, based on article 106, and articles 217 and 218, respectively, is deliberated. And, in order to understand, and explain, the criterion of act 106, and simultaneously drawing comparison to these countries, reflections and judgements pronounced in Denmark and Norway are reviewed.
    The purpose of this thesis is to determine whether the police is given ample protection under the law, compared to the common citizen, and compared to other public officials. Judgements, pertaining to beforementioned articles, pronounced by the Supreme Court of Iceland, and by the District Courts of Iceland, since the year 2000 were read, and the judgements used in this thesis chosen. The conclusion to be drawn is that the legal protection given the police stands to improve regarding offences causing minor injury. A point in case is, that in Denmark and Norway a violator is usually never given a suspended judgement.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttarvernd lögreglumanna.pdf670.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna