Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31289
Í byrjun árs 2018 komu til framkvæmda breytingar á íslenskri dómstólaskipan sem höfðu það í för með sér að dómstigum fjölgaði úr tveimur í þrjú með tilkomu nýs áfrýjunardómstóls sem heitir Landsréttur og dæmir bæði í einkamálum og sakamálum. Einn megintilgangur þessara breytinga er að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði betur fylgt á áfrýjunarstigi en áður. Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka hvaða kröfur sé rétt að gera til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir Landsrétti til þess að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar um réttláta málsmeðferð í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár Íslands og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu ásamt 2. gr. 7. samningsviðauka við sáttmálann. Jafnframt er leitast við að svara því hvort þær breytingar sem gerðar hafa verið á íslenskri dómstólaskipan með stofnun Landsréttar séu líklegar til þess að fullnægja kröfum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Farið er yfir hvernig milliliðalausri sönnunarfærslu er háttað á millidómstigi á Norðurlöndunum og reifuð er dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun á 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er fjallað um hvernig milliliðalausri sönnunarfærslu var háttað á áfrýjunarstigi fyrir stofnun Landsréttar. Meginþunginn er lagður á umfjöllun um hvernig munnlegri sönnunarfærslu er ætlað að vera háttað fyrir Landsrétti og úrræði til að fá mat héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar endurskoðað. Í þeirri umfjöllun er meðal annars farið yfir dómaframkvæmd Landsréttar frá stofnun réttarins fram að útgáfu ritgerðarinnar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að breytingarnar sem hafa verið gerðar á íslenskri dómstólaskipan með stofnun Landsréttar séu til þess fallnar að stuðla að réttlátri málsmeðferð og tryggja rétt aðila til milliliðalausrar endurskoðunar á öllum efnisþáttum dómsmála á tveimur dómstigum. Engu að síður er mikilvægt að tryggja að rétturinn verði ekki eingöngu í orði heldur einnig á borði og verði ekki til þess að þyngja málsmeðferðina. Mikil ábyrgð í þessum efnum hvílir á þeim sem standa að rekstri dómsmála.
At the beginning of 2018, new legislation took effect in Iceland in the field of the judicial system and judicial proceedings. The number of instances increased from two to three with the establishment of a new appeal court, Landsréttur, judging in civil and criminal cases. One of the reasons for these changes was to secure the implementation of the principle of direct assessment of evidence at the appeal stage. The objective of this thesis is to evaluate the procedures that must be formulated by Landsréttur on implementation of a verbal evidence at the appeal stage and the review of the evidence assessment in order for the proceedings to be compatible with the right to a fair trial of Article 70(1) of the Icelandic Constitution and Article 6(1) of ECHR. Furthermore, the thesis discusses whether the changes made to the Icelandic judicial system with the establishment of Landsréttur are likely to satisfy ECHR‘s requirements for the right to a fair trial. An overview is presented on how the principle is applied before the appeal courts in the Nordic countries and the case law of the ECHR regarding Article 6(1) is reviewed. The conclusion is that the changes made to the Icelandic judicial system regarding the establishment of Landsréttur are in all respects suited to promote the right to a fair trial and ensure the right to a review of all aspects of judicial proceedings in two instances. Nevertheless, it is important to ensure that justice is not only done, but also seen to be done. All those responsible for the handling of justice need to ensure that the new court system will in fact increase legal certainty in the country and trust in the judicial system and that the length of proceedings will not extend significantly.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð_Harpa Erlendsdóttir.pdf | 696.28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |