is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3129

Titill: 
 • Fjárfestavernd og viðskiptahættir fjármálafyrirtækja samkvæmt II. kafla laga um verðbréfviðskipti nr. 108/2007
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með MiFID-tilskipuninni var stigið stórt skref í átt að virkum innri fjármálamarkaði en með það markmið í huga var lagt upp með frekari samræmingu reglna aðildarríkja og áherslu á vald heimaríkis yfir reglusetningu og eftirfylgni löggjafarinnar. Raktar eru skoðanir Evrópubandalagsins hvað þessi atriði varðar en þar er í flestum tilfellum vísað til þess að samræming reglna um viðskiptahætti fjármálafyrirtækja milli bandalagsríkja væri forsenda fyrir frekari samþættingu fjármálamarkaða. Þetta sjónarmið hefur verið umdeilt og hafa ýmsir fræðimenn talið að of langt sé gengið með svo ítarlegri reglusetningu og hagsmunum fjárfesta í sumum aðildarríkja sé stefnt í hættu með aukinni samræmingu.
  Að því er varðar umfjöllun um efnsreglur vvl. er sérstaklega litið til lögskýringargagna, viðeigandi ákvæða MiFID-tilskipunarinnar, ákvæða reglugerðar sem settar hafa verið með stoð í lögunum, tilmæla Evrópubandalagsins, dóma eftir því sem við á og loks skrifa fræðimanna. Tekur umfjöllunin mið af því hvort þörf sé á svo ítarlegum reglum um fjárfestavernd og hvort þau veiti fjárfestum í raun betri rétt en áður í samskiptum þeirra við fjármálafyrirtæki. Hvað varðar umfjöllun um tilgang og markmið með reglunum er að mestu leyti tekið mið af skrifum fræðimanna og dregnar ályktanir af andstæðum skoðunum þeirra.
  Í umfjölluninni er farið yfir helstu ákvæði laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 sem setja fram reglur um viðskiptahætti fjármálafyrirtækja í samskiptum þeirra við fjárfesta. Í umfjölluninni er leitast eftir að skýra álitaefni út frá lögskýringargögnum, ákvæðum reglugerða, skrifum fræðimanna og viðeigandi dómum. Það er þó ljóst að dómafordæmi eru fá á þessu sviði og engir dómar hafa fallið á grundvelli núgildandi laga. Hvað varðar ákvæði laganna um viðskiptahætti þá er gert ráð fyrir að þau leggi misjafnar kröfur á viðskiptavini eftir því hvort þeir teljast til almennra fjárfesta sem njóta mestu verndar samkvæmt ákvæðunum, fagfjárfesta sem njóta minni verndar eða viðurkenndra gagnaðila sem eru útilokaðir frá ákvæðum laganna um viðskiptahætti. Til að tryggt sé að fjármálafyrirtæki meðhöndli viðskiptavin með réttum hætti eftir því í hvaða flokk hann fellur gera lögin ráð fyrir að þau setji sér verklagsreglur þar sem gert er grein fyrir því hvernig viðskiptavinir þess verði flokkaðir.
  Aðrar reglur um viðskiptahætti leggja meðal annars skyldur á fjármálafyrirtæki til að veita viðskiptavini tilhlýðilegar upplýsingar um þjónustu þess og fyrirtækið sjálft. Ákvæði laganna gera einnig kröfu um að fjármálafyrirtæki afli sér viðeigandi upplýsinga frá viðskiptavinum að því er varðar þjónustu í tengslum við framkvæmd eignastýringar eða fjárfestingarráðgjafar. Hvað þetta varðar er fjármálafyrirtækinu skylt að meta hvort tiltekin þjónusta sé tilhlýðileg og hæfi viðskiptavini. Samskonar mat fer fram þegar um er að ræða önnur viðskipti fjármálafyrirtækis fyrir hönd viðskiptavina. Í umfjöllun um 15. og 16. gr. vvl. þar sem þessi skylda er tiltekin eru reifaðir dómar sem féllu í gildistíð eldri laga
  Loks er sú skylda lögð á fjármálafyrirtæki að þau geri tiltækar ráðstafanir til að tryggja bestu framkvæmd fyrirmæla. Matið á því hvort viðskipti uppfylli skilyrðið um bestu framkvæmd er byggt á heildarsamanburði mismunandi þátta.
  Umfjöllun um góða viðskiptavenju og góða viðskiptahætti felur í sér skoðun á því hver inntak reglunnar er og hvort hún hafi sjálfstætt gildi. Út frá dómum og sjónarmiðum fræðimanna er komist að því að ákvæðið gæti haft áhrif á túlkun annarra lagaákvæða, s.s. 33. Gr. og 36. Gr. sml. Einnig eru raktir málavextir í dómum sem sýndu fram á vægi ákvæðisins þegar sök fjármálafyrirtækja væri metin. Er þar komist að þeirri niðurstöðu, meðal annars út frá reglunni um góða viðskiptahætti, að rík skylda hvíldi á fjármálafyrirtækjum til að sinna aðgæsluskyldu gagnvart viðskiptavinum og sök þeirra sé metin út frá reglunni um sérfræðiábyrgð. Því sé sök metin út frá ströngu sakarmati.

Samþykkt: 
 • 30.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsida_meistararitgerd_fixed.pdf47.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
li_fixed.pdf15.63 kBOpinnFormáliPDFSkoða/Opna
_loka_fixed.pdf1.01 MBLokaðurMeginmálPDF