Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31296
Um umboðssvik er fjallað í 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í ákvæðinu segir að, ef maður sem er í aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar verður bundinn við, misnotar þá aðstöðu skuli hann sæta refsingu. Saknæmisskilyrði umboðssvika eru, annars vegar þarf að sýna þarf fram á ásetning geranda til þess að misnota aðstöðu sína og hins vegar þarf að sýna fram á auðgunarásetning samkvæmt 243. gr., sömu laga. Í auðgunarásetningi felst annars vegar ásetningur geranda til að auðga sjálfan sig eða annan og hins vegar að valda brotaþola samsvarandi fjártjóni. Kröfunni um fjártjón er ekki alltaf haldið til streitu og nægir í því sambandi að sýna fram á að veruleg fjártjónshætta hafi hlotist af háttsemi geranda.
Í nýlegri dómaframkvæmd Hæstaréttar varðandi umboðssvik hafa skilyrði auðgunarásetnings, um auðgun og samsvarandi tjón, runnið saman í eitt skilyrði, verulega fjártjónshættu. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er, eins og heiti hennar gefur til kynna, veruleg fjártjónshætta sem skilyrði auðgunarásetnings við umboðssvik.
Í ritgerðinni er rýnt í kenningar fræðimanna um umboðssvik, auðgunarásetning og verulega fjártjónshættu. Einnig er farið yfir kenningar fræðimanna um heimildir dómstóla við túlkun refsiheimilda samkvæmt meginreglum refsiréttar og stjórnarskránni. Þá er skoðað hvort nýleg dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi verið í samræmi við meginreglur refsiréttar og kenningar fræðimanna um verulega fjártjónshættu sem skilyrði auðgunarásetnings við umboðssvik, að hún komi aðeins í stað fjártjóns en ekki auðgunar.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru, að Hæstiréttur hafi skapað nýja réttarreglu með því að slá því föstu að veruleg fjártjónshætta, ein og sér, uppfylli skilyrði auðgunarásetnings. Með því hafi dómstóllinn farið út fyrir heimildir sínar samkvæmt stjórnarskránni og meginreglum refsiréttar.
In the application of the fraud of agent provision of Article 249 of the Penal Code no. 19/1940, it must be demonstrated that the offender had an intent to abuse his position and the intent of enrichment in accordance with Article 243 of the Penal Code. The enrichment provision of Article 243, requires two main elements, the offenders intent to obtain enrichment for himself or for a third party and the offenders intent to cause the offended party an economic loss. In regards to the provisions requirement of an economic loss, a substantial risk of loss is sufficient.
In the Supreme Court´s recent case law, regarding fraud of agent, the two main elements of Article 243 have been reduced into one element, a substantial risk of loss.
The subject of this thesis is, as its name suggests, the application of a substantial risk of loss, as an element of the intent to obtain enrichment regarding fraud of agent.
The paper examined scholars doctrines on fraud of agent, the intent to enrichment and significant financial risk. The scholars' doctrine was also reviewed in regards to the Supreme Courts authority to interpret criminal provisions, according to the principles of criminal law and the constitution. It was also examined whether the recent case law of the Supreme Court has been in accordance with the principles of criminal law and theories on significant financial risk as a condition of enrichment, that it replaces only financial loss but not enrichment.
The main findings where that the Supreme Court has created a new rule of law, stating that it´s sufficient to demonstrate a substantial risk of loss, as a single element of the intent of enrichment. By doing so, the Supreme Court has stepped beyond the boundaries set by the fundamental rules of the constitution.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Veruleg fjártjónshætta sem skilyrði auðgunarásetnings við umboðssvik.pdf | 706.2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |