is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31298

Titill: 
  • „Ekki bara einhver blómapottur inni í stofunni“: Upplifun feðra af hópmeðgönguvernd
Útdráttur: 
  • Feður vilja vera þátttakendur í barneignaferlinu og er ávinningur af þátttöku þeirra í ferlinu margvíslegur fyrir alla fjölskylduna. Barneignarþjónusta er hins vegar gjarnan skipulögð á þann hátt að það kallar fram tilfinningar um útilokun, ótta og óvissu hjá þeim. Hópmeðgönguvernd er sérstök nálgun í meðgönguvernd þar sem markmiðið er að mæta fræðsluþörfum foreldra og veita þeim stuðning í hóp, en jafnframt er hefðbundnu meðgöngueftirliti sinnt.
    Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu feðra af hópmeðgönguvernd. Jafnframt að forprófa spurningaramma sem byggir á niðurstöðum rannsókna um efnið. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem fjallar um hópmeðgönguvernd og hvort ákjósanlegt sé að bjóða slíkt fyrirkomulag í hér á landi. Fyrri rannsóknir á reynslu feðra af meðgönguvernd hafa að mestu leyti kannað upplifun þeirra af hefðbundinni meðgönguvernd og foreldrafræðslu.
    Þrír nýbakaðir feður á aldrinum 30 til 36 ára sem allir áttu von á sínu fyrsta barni í febrúar 2018 og höfðu mætt með maka sínum eða barnsmóður í hópmeðgönguvernd veturinn 2017-18 tóku þátt í rýnihóp um efnið. Við úrvinnslu viðtalsins komu í ljós eitt yfirþema (partur af ferlinu) og fjögur undirþemu (nálgun sem hvetur feður til þátttöku, umræðuformið hentar vel til fræðslu, áhersla á eðlilegt ferli: mótvægi við bumbuhópa og samkennd og sameiginleg reynsla til góðs).
    Niðurstöður sýndu að feðurnir voru ánægðir með nálgunina í hópmeðgönguvernd og þeim fannst fræðslan og umræðurnar vera góður undirbúningur fyrir fæðinguna en ekki fyrir foreldrahlutverkið. Áhersla á eðlilegt ferli minnkaði áhyggjur þeirra af fæðingunni töluvert. Þeir upplifðu sig ekki sem fylgjendur heldur sem virka þátttakendur og þeim fannst ljósmæðurnar meðvitað vera að reyna að fá þeim hlutverk. Þeim fannst hópurinn vera góður vettvangur til þess að spyrja, fá svör við spurningum og hlusta á reynslu og vangaveltur annarra. Þeir fundu til samkenndar í hópnum og fengu faglegan stuðning frá ljósmæðrunum. Feðurnir voru fyrst og fremst í hlutverki stuðningsaðila við maka eða barnsmóður í gegnum meðgönguna og fæðinguna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_16-signed.pdf219.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Loka.IngaMariaHlidarThorsteinson09.05.2018.pdf515.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna