is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31299

Titill: 
 • Samstæður félaga sem ein skattaleg eining : Hin lagalega aðferð skv. 4. mgr. 55. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 um nýtingu taps milli félaga
 • Titill er á ensku Consolidated companies as a single tax entity :The legal process according to Paragraph 4 of Article 55 of Act no. 90/2003, on Income Tax, regarding the transfer of losses between companies
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samstæður félaga eiga þess kost að vera samsköttuð sem ein skattaleg eining uppfylli þær skilyrði 55. greinar laga um tekjuskatt nr. 90/2003 um samsköttun.
  Í ritgerð þessari var leitast við að gera grein fyrir skilyrðum og aðferðum við samsköttun félagasamstæða á grundvelli 55. gr. tskl. Lögð var áhersla á skilyrði fyrir nýtingu yfirfærslu taps og þá aðferðafræði sem beitt er hverju sinni. Uppgjörsaðferðir skattskila vegna yfirfærslu taps innan samstæðu hafa þróast á mismunandi vegu hin síðari ár. Það hefur svo leitt til þess að félög og samstæður í sambærilegum rekstri hafa verið gerðar upp á mismunandi hátt. Leitaðist höfundur eftir því að draga fram hina lagalegu aðferð 4. mgr. 55. gr. tskl. með tilliti til tilgangs og markmiðs greinarinnar í heild. Litið var til lögskýringargagna, réttarframkvæmdar og annarra fræðigreina. Jafnframt voru tekin viðtöl við sérfræðinga með það að markmiði að leiða fram helstu sjónarmið eftirlitsaðila og atvinnulífsins.
  Farið var yfir skilgreiningu á hugtakinu samstæða og gerð stuttleg skil á hugtakinu rekstrarkostnaður og yfirfæranlegu tapi félaga. Þá var farið yfir almenn skilyrði skil fyrir heimild til samsköttunar. Sérstök áhersla var lögð á skilyrði 4. mgr. 55. gr. og þá aðferðafræði sem nefnd var í dæmaskyni í lögskýringagögnum um hvernig ætti að útdeila tapi milli félaga í samsköttun. Skoðað var samanburður á öðrum ákvæðum sem heimila nýtingu taps á milli félaga með áherslu á markmið og tilgang löggjafans. Sérstaklega voru gerð skil á meðferð vaxtakostnaðar sem rekstrarkostnað. Að lokum var fjallað um á nýleg frumvörp sem lögð voru fram um breytingar á 55. gr. tskl. um yfirfærslu taps og samsköttun félaga með fastar starfstöðvar hér á landi.
  Helsta niðurstaða ritgerðar þessarar er að ákvæði 4. mgr. 55. gr. tskl. um tapsnýtingu milli félaga sé ábótavant. Setja þurfi skýrari reglur um hvernig skuli fara með yfirfæranlegt tap innan samstæðu með það að leiðarljósi að styðja við markmið og tilgang ákvæðisins.

 • Útdráttur er á ensku

  Conglomerates can be jointly taxed as a single entity if they fulfill the requirements of Article 55 of Act no. 90/2003, on Income Tax, regarding joint taxation.
  This thesis analysed the requirements and methods of joint taxation of conglomerates based on Article 55 of Act no. 90/2003. Emphasis was placed on the requirements of transfer of losses and the methodology used each time. The accounting methods of transfer of losses within a conglomerate have evolved in different ways in recent years. This has had the effect that companies and conglomerates in similar operations file their tax returns differently. This thesis extracted the legal methods of Paragraph 4 of Article 55 of Act no. 90/2003, with consideration to the purpose of the Article, based on preparatory works, case law and other scholary work. Interviews were also conducted with experts with the aim of presenting the main views of regulators and companies. The thesis also considered the definition of the terms conglomerate, operating expenses and transferable loss of companies and defined general conditions for joint taxation. Special emphasis was placed on the conditions of Paragraph 4 of Article 55 and the methodology mentioned in the preparatory works on how to distribute losses between jointly taxed companies. Comparison was also made between other provisions that discuss the offset of losses of one company against profits of another company, focusing on the objectives and purpose of the legislator. Specifically, the treatment of interest expenses was discussed and how those expenses play a critical role in tax returns. Finally, the thesis considered a bill that has been drafted to amend Article 55 regarding the transfer of losses and joint taxation of companies with permanent establishments in Iceland.
  The main conclusion of this thesis is that the provisions of Paragraph 4 of Article 55 regarding the transfer of losses between companies is insufficient. There must be clearer rules on how to transfer losses between conglomerates so that the purpose and objectives of the Article are reflected in the tax returns of that conglomerate.

Samþykkt: 
 • 18.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_ein_skattaleg_eining.pdf895.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokun ritgerðar.pdf431.4 kBOpinnPDFSkoða/Opna