is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/312

Titill: 
  • Að deila náttúrunni með börnum ...
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningunni hvort hægt sé að nýta nánasta umhverfi leikskólans til að efla umhverfisvitund og hreyfingu leikskólabarna með markvissum hætti. Til að sjá og skoða hvernig unnt er að vinna með þessa þætti með börnum er farið í vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans. Börnin sem tóku þátt í verkefninu, eru af elstu deild leikskólans Tjarnarsels í Reykjanesbæ. Einnig tóku leikskólakennarar á deildinni þátt og börnin komu með hugmyndir að vettvangsferðum. Börnin á deildinni völdu hvort þau tækju þátt í verkefninu, að endingu tóku þau þátt af einskærri ánægju og áhuga. Umhverfismennt og hæfileikinn að njóta umhverfisins er það sem koma skal, börn eru áhugasöm um umhverfi sitt og verða fljótt meðvituð um að ganga vel um náttúruna. Niðurstaða spurningarinnar er að ég tel að með markvissum vettvangsferðum nýtum við nánasta umhverfi leikskólans til að efla umhverfismennt og hreyfingu leikskólabarna. Hægt er að vinna að umhverfismennt og hreyfingu hvar og hvenær sem er, í hvaða veðri og á hvaða árstíð sem er, farið hefur verið að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í vettvangsferðir. Börnin sem unnið hefur verið með í þessu verkefni eru örugg í umhverfinu, öflug og öguð í öllum hreyfingum. Með því að hafa vettvangferðir inni í skipulagi leikskólans tel ég að börn fari sterkari út í samfélagið. Tryggja þarf börnum góðan grunn í samfélaginu og þar gegnir leikskólinn lykilhlutverki. Mikilvægt er að leikskólinn nýti sér vettvangsferðir til uppbyggilegs starfs með börnum í umhverfismennt og hreyfingu fyrir framtíðina.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
deilanatturunni.pdf354.07 kBOpinnAð deila náttúrunni með börnum ... - heildPDFSkoða/Opna
deilanatturunni_fs.pdf308.41 kBOpinnAð deila náttúrunni með börnum ... - fylgiskjal: Vettvangsferðabók barnannaPDFSkoða/Opna