is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31300

Titill: 
  • Þættir sem hafa áhrif á mætingu kvenna í leghálskrabbameinsleit: Samþætt fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Leghálskrabbamein er á heimsvísu annað algengasta krabbamein hjá konum. Eftir að lýðgrunduð skipuleg legh lskrabbameinsleit h fst slandi rið 1964 hefur nýgengi sjúkdómsins lækkað um 70% og dánartíðni lækkað um 90%. Á árunum 2012-2016 greindust að meðaltali 16 tilfelli af leghálskrabbameini á ári á Íslandi. Meðalaldur kvenna við greiningu var 44 ára og að meðaltali dóu þrjár konur á ári á þessu tímabili. Regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit, ásamt þekkingu og skilningi kvenna á áhættuþáttum leghálskrabbameins, getur dregið úr tíðni sjúkdómsins ásamt þeim þjáningum sem honum fylgir.
    Tilgangur: Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skoða hvaða þættir hafa áhrif á mætingu kvenna í leghálskrabbameinsleit. Hins vegar að skoða hvernig ljósmæður geta nýtt sér niðurstöðurnar til að stuðla að aukinni þátttöku.
    Aðferð: Samþætt fræðilegt yfirlit unnið á kerfisbundinn hátt. Valdar voru eigindlegar og megindlegar rannsóknir um þætti sem hafa áhrif á mætingu kvenna í leghálskrabbameinsleit. Í ágúst 2017 var leitað að rannsóknum sem birtust á tímabilinu 2007-2017 í gagnagrunnunum PubMed, Web of Science, Chinahl, Ovid og Scopus.
    Niðurstöður: 29 rannsóknir frá 14 löndum voru teknar með í fræðilegu samantektina sem gefur vísbendingar um að margir þættir geta haft áhrif á mætingu kvenna í leghálskrabbameinsleit. Geta þeir verið margslungnir og tengsl þeirra flókin. Þættir sem, geta haft áhrif á mætingu, eru meðal annars aldur, menntun, félagsleg staða, sársauki eða óþægindi við fyrri leghálsskoðun, ofbeldi í nánum samböndum, saga um kynferðisofbeldi, andleg líðan, líkamsímynd og kynhneigð. Þekking kvenna á leghálskrabbameini hefur einnig áhrif á mætingu.
    Ályktun: Með aukinni þekkingu og skilningi ljósmæðra á þeim þáttum, sem hafa áhrif á mætingu kvenna í leghálskrabbameinsleit, má styrkja konur í að taka upplýsta ákvörðun um mætingu. Regluleg mæting stuðlar að aukinni kvenheilsu og kynheilbrigði. Öflug fræðsla og ráðgjöf til kvenna eru mikilvæg og hafa forvarnargildi.
    Lykilorð: Leghálskrabbameinsleit (e. cervical cancer screening), mæting (e. attendance), þátttaka (e. uptake), þátttökuleysi (e. nonattendance).

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Cervical cancer is the second most common cancer amongst women worldwide. The morbidity and mortality rates of cervical cancer have reduced by 70% and 90% respectively after the introduction of a population based cervical cancer screening programme in Iceland in 1964. Statistics show that for the period of 2012-2016 an average of 16 women were diagnosed with cervical cancer in Iceland. The mean age of diagnosis was 44 years and on average, three women died annualy of cervical cancer. Regular cervical screening attendance, along with women ́s knowledge and understanding of cervical cancer can reduce the prevalence of cervical cancer and consequently the physical and emotional burden for women and their families.
    Objective: Is twofold, firstly, to examine the literature about factors that influence women ́s attendance in cervical cancer screening for the period of 2007-2017 and secondly how midwives can utilize the results to encourage women ́s attendance
    Method: A systematic integrated literature search was conducted in PubMed, Web of Science, Chinahl, Ovid og Scopus in August 2017 on studies that explored factors effecting women ́s attendace in cervical cancer screening.
    Results: 29 eligable studies were identified from 14 countries and included in the integrated review, indicating that many factors can influence women ́s decisons about attending cervical cancer screening. The correlation between factors can be complex. Factors that can influence women ́s attendance are age, education, pain and discomfort during the procedure, domestic violence and sexual abuse. Other factors are knowledge, sexual orientation, mental health and body image.
    Conclusions: Enhancing midwives ́ knowledge and understanding of factors that influence women ́s attendance in cervical cancer screening can provide an oppurtunity to empower women in taking an informed decision. Reglular attendance according to the screening recommendations can promote women ́s sexual health. Educating women about cervical cancer and counselling on sexual health are important preventive measures.
    Key words: Cervical cancer screening, attendance, nonattendance, upptake.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis....pdf1,07 MBLokaðurYfirlýsingPDF
6.pdf4,44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna