Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31301
Árangursrík verkefnastjórnun snýst hvoru tveggja um að nota tól úr verkfærakistu verkefnastjórans, svo sem áætlanagerð og undirbúning verkefna og að geta horft upp úr verkfærakistunni og séð hvað á sér stað í umhverfi verkefnisins, hvaða öfl eru í gangi og hvar þarf að greiða úr flækjum. Í umhverfi verkefna togast ólíkir hagsmunir á. Verkefnastjórinn þarf að skilja það pólitíska landslag sem hann er staddur í hverju sinni og beita sér samkvæmt því. Verkefnastjórar hafa sjaldan formleg völd innan fyrirtækja, hvorki peningavöld né föst mannaforráð og má því segja að þeir séu nokkurs konar valdalausir leiðtogar. Ýmislegt bendir til þess að pólitísk færni geti hjálpað verkefnastjórum við að ná árangri í starfi, sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að árangursríkir verkefnastjórar eru þeir sem eru tilbúnir til að nota pólitíska færni til að ná markmiðum verkefnis síns.
Í þessari grein verður tekist við að skoða pólitík innan skipulagsheilda og hvernig hún tengist verkefnastjóranum. Áhersla er lögð á skilgreiningu hugtaka, fyrri rannsóknir og hvað fræðin hafa leitt í ljós um pólitík og verkefnastjórnun. Til að fá betri innsýn í efnið voru tekin djúpviðtöl við fimm aðila á vinnumarkaðinum sem hafa þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun. Leitast var við að skoða þeirra upplifun og bera hana saman við fræðiskrif um vinnustaðapólitík og verkefnastjórnun. Markmið greinarinnar er að skoða hvort verkefnastjórar geti notað pólitíska færni á jákvæðan og árangursríkan hátt, verkefni sínu til framdráttar. Niðurstöður gefa til kynna að það getur verið mikilvægt verkefnastjóranum að búa yfir pólitískri færni í því flókna umhverfi sem hann starfar í – þar sem togast er á um aðföng, aðferðir og leiðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Björg Torfadóttir - Pólitík og verkefnastjórnun.pdf | 347.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |