Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31303
Heilbrigðiskerfið á Íslandi og þjónusta þess hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Í þessari rannsókn er ánægja Íslendinga gagnvart heilbrigðiskerfinu og þjónustu þess skoðuð. Varpað verður ljósi á væntingar almennings til gæða í heilbrigðisþjónustu og hvað almenningi finnst réttlætanlegt að heilbrigðiskerfið greiði fyrir meðferð. Sérstaklega er horft til heilbrigðisstefnu stjórnvalda og trausts til heilbrigðiskerfisins. Rannsókn þessi hefur tvímælalaust gildi fyrir heilbrigðisyfirvöld vegna fyrirhugaðrar stefnumörkunar stjórnvalda og til glöggvunar á viðhorfi almennings til heilbrigðisþjónustu. Mikilvægi rannsóknarinnar fyrir verkefnastjórnun sem fræðigrein er að varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa skýra stefnu til að vinna eftir og forgangsraða verkefnum út frá henni. Engin gild stefna heilbrigðisyfirvalda er til staðar í málaflokknum og kallað hefur verið frekari formfestu.
Höfundar töldu því eftirsóknarvert að skoða með hliðsjón af þeim vísi að heilbrigðisstefnu sem kemur fram í markmiðum stjórnvalda hvort heilbrigðiskerfið standi undir væntingum almennings og hvort almenningi þyki réttmæt sú nálgun sem kemur fram í yfirlýsingu ráðherra „að aldrei skuli spurt um kostnað þegar um líf er að ræða“.
Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti landsmanna, eða 65%, er ánægður með heilbrigðisþjónustuna, 53% segja væntingar sínar til heilbrigðisþjónustunnar uppfylltar að miklu leyti og 65% bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins. Meirihluti svarenda, eða 56% aðspurðra, telur heilbrigðisþjónustu á Íslandi vera verri en á hinum Norðurlöndunum og segir heilbrigðiskerfið uppfylla illa markmið laga um að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Afgerandi meirihluta svarenda, 81%, finnst of litlum fjármunum varið til heilbrigðiskerfisins.
The Icelandic Health Care System and its services have constantly been in the public debate for the last few years. In this research, the satisfaction of the ordinary public towards the system and its services is examined. What are the expectations of the public towards quality in health service and what is, in the public view, the willingness to pay for medical treatment for the system at large, with focus on health care policy and trust towards the national health service, linked to announced strategy planning for national health care policy. The importance of this research for Project Management as an academical discipline, is to enlighten the importance of clear strategy and prioritisation as there is no national health care policy enforced in Iceland, and pressure has been growing for more formal policy in this field.
In this view, the authors embarked on analysing if the health care system, based on the basic health care policy outlined in the law, is fulfilling the expectations of the ordinary public and if the ordinary public agrees with the statement given by former Health Minister that “cost is never an issue if life is to be saved”.
Main results are that majority of the Icelandic population, 65%, are satisfied with the health care service, 53% say their expectations to the health service are met to large extent and 65% have a high level of confidence/trust in the healthcare system. Majority of the Icelandic nation, 56%, consider healthcare in Iceland to be worse than in the other Nordic countries, and the healthcare system badly fulfils the aims of healthcare law of providing “the most comprehensive healthcare service possibly available at any given time”. Decisive majority of respondents, 81%, agrees the healthcare system is underfunded.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MPM-2018-lokaverkefni-Dagmar-og-Jakob-Falur.pdf | 1.37 MB | Open | Complete Text | View/Open |