is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31307

Titill: 
  • Er hægt að mæla öryggishætti fyrirtækja? : NOSACQ-50 spurningalistinn notaður til greiningar á upplifun starfsmanna RARIK á stjórnun og stefnum í öryggismálum, verkferlum og vinnuaðferðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vinna við veitukerfi RARIK hefur í för með sér margvíslegar hættur. Um er að ræða vinnu við lágspennu- og háspennukerfi, unnið er í hæð, auk þess sem notaðar eru vinnuvélar við ýmis verk, ásamt fleiri hættum. Mat er lagt á stöðu fyrirtækisins í öryggismálum eins hún er núna ásamt því sem hægt er að gera til að ná fram úrbótum. Um er að ræða megindlega rannsókn sem fjallar um viðhorf starfsmanna RARIK til öryggismála innan fyrirtækisins. Rannsóknin beindist að öllum starfsmönnum RARIK sem teljast vera 208. Kannað var hvort spurningalistinn, NOSACQ-50, sem sendur var starfsmönnum nýtist til að greina öryggishætti innan RARIK og hvort þeir séu mælanlegir. Spurningalistinn skiptist í sjö þætti sem meta öryggisanda innan vinnustaðarins, en listinn í heild samanstendur af 50 staðhæfingum. Ætlunin er að nýta niðurstöður til umbótastarfs í öryggismálum hjá fyrirtækinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að í tveimur af sjö þáttum spurningalistans er reiknað meðaltal undir 3.0 sem gefur til kynna nokkuð slaka öryggishætti. Einnig vekur athygli að almennir starfsmenn meta öryggishætti mun slakari en stjórnendur. Fimm þættir af sjö sem metnir eru af almennum starfsmönnum fá meðaltal undir 3,0 á meðan allir þættir sem metnir eru af stjórnendum fá meðaltal yfir 3,0. Stjórnendur virðist því hafa nokkuð ólíka sýn á það sem fram fer en almennir starfsmenn. Það er því áskorun fyrir stjórnendur að tryggja að farið sé eftir öryggisreglum og að öryggismál séu höfð með við allan undirbúning og framkvæmd verka.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er hægt að mæla öryggishætti fyrirtækja.pdf937,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna